Siðfræði RÚV

Fréttastofa RÚV kallaði til siðfræðing í gær að ræða siðferðiskröfur til stjórnmálamanna. Tilefnið var að RÚV ásamt Stundinni bjó til frétt úr 9 ára gömlu máli til að klekkja á Bjarna Benediktssyni forsætisráðherra.

Nokkrum dögum áður hafði búið til eineltisfréttir um fyrrum forsætisráðherra, Sigmund Davíð, sem engin innistæða var fyrir og endaði með ásökunum um ,,dulúð" - jafn fáránlegt og það hljómar.

Þegar stjórnmálum sleppir er RÚV einnig með allt niður um sig siðferðislega og faglega. Nýlega borgaði RÚV 2,5 milljónir til manns sem varð fyrir barðinu á óvandaðri fréttamennsku RÚV. Þá skáldaði fréttastofan upp fréttir um mansal á veitingastaðnum Sjanghæ.

En RÚV kallar sem sagt til siðfræðing að ræða siðferðisbresti í stjórnmálum. Ætti Efstaleiti ekki að líta sér nær og gera siðferðislega og faglega úttekt á fréttastofu RÚV?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Næst verður það líklega Sigga Kling, sem fær tækifæri til að lesa í málið, ef það hentar RUV betur en annað. Kannski Þórhallur miðill geti líkað varpað handanljósi á þetta líka. 

Það gæti jafnvel vegið þyngra en non diciplin greinar akademíunnar. Þeir eiga bara eftir að taka guðfræðing á spjall þaðan.

Jón Steinar Ragnarsson, 7.10.2017 kl. 14:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband