ESB-lýðræðið, þetta litla, deyr í Katalóníu

Evrópusambandið er valdablokk ríkisstjórna, sem í orði kveðnu þykist byggja á lýðræðishugsjón. En þegar 7,5 milljón manna þjóð, Katalónar, rís upp og krefst sjálfstæðis frá Spáni segir ESB pass, þetta kemur okkur ekki við.

Viðbrögðin voru önnur og harkalegri þegar Krím fór frá Úkraínu til Rússlands á grunni þjóðaratkvæðagreiðslu. ESB setti viðskiptabann á Rússa, sem Ísland er illu heilli aðili að.

ESB tuktar líka til Breta vegna ríkisborgara ESB er búa og starfa þar í landi og krefst að réttindi þeirra séu tryggð eftir Brexit.

En ESB lítur á sjálfstæðisbaráttu Katalóna sem spænskt innanríkismál þar sem lögreglukylfur og táragas eru leyfileg verkfæri gegn friðsömum borgurum.

Guardian, bresk útgáfa hliðholl ESB, dregur saman stöðuna. Evrópusambandið er í felum frá lýðræðinu í Katalóníu.


mbl.is Spánarkóngur fordæmdi sjálfstæðisbaráttuna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband