Í bólinu með blaðamanni

Samskipti blaðamanns og heimildamanns geta verið snúin, einkum þegar dómgreindin stjórnar ekki ferðinni. Ung blaðakona á mbl.is tekur viðtal við miðaldra karl og þau hugsa helst um bólfarir; hann með því að líkja pólitík og skattamál við að sofa hjá og hún að gera fyrirsögn úr neðanbeltispælingum.

Samfarirnar voru þó ekki góðar, ef marka má útkomuna, sem er viðtengd frétt.

Fyrir það fyrsta vita turtildúfurnar ekki að Wintris-félagið var skattayfirvöldum löngu þekkt þegar það komst í hámæli eftir alræmda aðför RÚV. Hjónin Anna Sigurlaug og Sigmundur Davíð höfðu greitt skatta og skyldur af félaginu.

En eftir að Wintris-félagið varð opinbert voru hjónin sökuð um að skjóta undan skatti. Til að fá úr því skorið hvort ekki væri allt með felldu sendu Sigmundur Davíð og Anna Sigurlaug bókhald Wintris til skattayfirvalda til endurmats.

Eftir að skattayfirvöld fóru yfir skattskil var niðurstaðan EKKI að leggja álag á vangoldinn skatt, ekki heldur að að beita sektum og enn síður að höfða refsimál. En þetta eru þau þrjú úrræði sem skattayfirvöld hafa til að beita við undanskot og skattsvik.

Skatturinn gaf sem sagt Önnu Sigurlaugu og Sigmundi Davíð hreint sakavottorð í Wintris-málinu.

Margir þola ekki þessar málalyktir. Og leggjast í rúmið. Góða skemmtun.


mbl.is Úrskurðurinn hafi almennt fordæmisgildi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Ef hægt væri að prumpa með heilanum myndi útkoman sennilega vera eitthvað í líkingu við þennan pistil hér að ofan.

Ég ítreka fyrri hvatningu mína um að fólk lesi úrskurð yfirskattanefndar áður en það kýs að tjá sig um innihald hans.

https://yskn.is/urskurdir/skoda-urskurd/?nr=5843

Guðmundur Ásgeirsson, 3.10.2017 kl. 18:58

2 Smámynd: Kristbjörn Árnason

Ætli Palli hafi einhverja verki með þessu, Guðmundur? Kallinn er greinilega að reyna, að plata þjóðina eina ferðina enn.

Kristbjörn Árnason, 3.10.2017 kl. 19:32

3 Smámynd: Wilhelm Emilsson

I úrskurði yfirskattanefndar kemur eftirfarandi fram:

"Samkvæmt framlögðum gögnum nemur kostnaður kærenda vegna meðferðar málsins 2.112.991 kr. að meðtöldum virðisaukaskatti vegna 65 klukkustunda vinnu umboðsmanna kærenda við málið. Ekki verður talið að hér sé að öllu leyti um kostnað að ræða sem eðlilegt sé að til hafi verið stofnað vegna málsins, sbr. lagaskilyrði fyrir greiðslu málskostnaðar úr ríkissjóði, og er þá m.a. litið til þess að málið varðar afmarkað sakarefni og getur ekki talist svo umfangsmikið að réttlæti slíkan kostnað. Samkvæmt þessu og að öðru leyti með vísan til starfsreglna yfirskattanefndar 21. nóvember 2014 um ákvörðun málskostnaðar þykir málskostnaður hæfilega ákveðinn 500.000 kr" (leturbreyting mín).

Wilhelm Emilsson, 3.10.2017 kl. 20:05

4 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Sigmundur Davíð ætti kannski að taka þetta til athugunar áður en hann fer í mál við RÚV, eins og hann hefur hótað.

Wilhelm Emilsson, 3.10.2017 kl. 20:07

5 Smámynd: Skeggi Skaftason

Páll Vil - Sigmundur Davíð - bólfarir ...

úff, þvílík hugrenningartengsl sem kvikna! foot-in-mouth

Skeggi Skaftason, 3.10.2017 kl. 21:24

6 Smámynd: Kjartan Jónasson

Og hvað þarf að lesa betur, er ekki augljóst að ábendingu er tekið um að réttara er að telja fram samvkæmt CFC reglum í stað þess að meðhöndla þetta sem persónulega sjóðseign, auk þess sem það er líklegt til að koma framteljanda betur. Nær því að njóta þess hagræðis sem fyrirtæki geta haft umfram einstaklinga, t.d. varðandi meðferð á skattalegu tapi. Nóg var nú ráðist á Sigmund fyrir að fara ekki CFC leiðina á sínum tíma. Eins og einhvers staðar kom fram er eiginlega eina ósvaraða spuringin í þessu hvort hatursumræðan ölla stafi fremur af lágri greindarvísitölu og skilningsleysi skítadreifaranna, Jóhannesar og fylgisveina, eða bara skítlegu eðli þeirra.

https://kjarninn.is/skyring/2016-05-11-wintris-skiladi-ekki-cfc-framtali/ 

Kjartan Jónasson, 3.10.2017 kl. 21:28

7 Smámynd: Einar Sveinn Hálfdánarson

Wilhelm er gersamlega að misskilja ákvörðun málskostnaðar. Eins og títt er í dómum og úrskurðum þá er ekki fallist á fjárhæð málskostnaðar. Hins vegar er fallist á málskostnaðarkröfu. Það er einungis gert í þeim tilvikum þar sem aðili máls hefur uppi kröfugerð sem á er fallist að öllu eða verulegu leyti.

Einar Sveinn Hálfdánarson, 3.10.2017 kl. 21:32

8 Smámynd: Skeggi Skaftason

"Til að fá úr því skorið hvort ekki væri allt með felldu sendu Sigmundur Davíð og Anna Sigurlaug bókhald Wintris til skattayfirvalda til endurmats."

Nei. Þau gerðu meira en að senda skattinum bókhald Wintris. Þau sendu inn leiðréttar skattskýrslur.

"Eftir að skattayfirvöld fóru yfir skattskil var niðurstaðan EKKI að leggja álag á vandgoldinn skatt, ..."

Rétt hjá þér Páll. En yfirvöld innheimtu vangoldna skattinn, eins og þú réttilega kallar hann.

Skeggi Skaftason, 3.10.2017 kl. 22:30

9 Smámynd: Skeggi Skaftason

Wintris-félagið var skattayfirvöldum löngu þekkt þegar það komst í hámæli eftir alræmda aðför RÚV. Hjónin Anna Sigurlaug og Sigmundur Davíð höfðu greitt skatta og skyldur af félaginu.

VEISTU ÞETTA FYRIR VÍST PÁLL??

Var ekki bara um það að ræða að þau hjón greiddu skatta af þeim PENINGUM sem lágu í Wintris (þó ekki með réttum hætti, ekki fyrr en 2016) - vitum við hvort yfir höfuð félagið sem slíkt hafi verið NAFNGREINT í skattskýrslum hjónanna 2010-2015?

Ef þú ert í talsambandi við Sigmund gætir þú kannski spurt hann að þessu.

Skeggi Skaftason, 3.10.2017 kl. 22:32

10 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Takk fyrir leiðréttinguna Össur-Skeggi. Ég skrifaði ,,vandgoldinn" en það er ritvilla sem ég hef lagfært.

Varðandi efnislega athugasemd þína, um það hvort Wintris-félagið sem slíkt eða aðeins peningarnir sem voru geymdir á þeim reikningi hafi verið skattlagðir, hlýtur það að teljast aukaatriði.

Wintris-félagið var alfarið í eigu Önnu Sigurlaugar. Það fór fram endurmat á skattgreiðslum Wintris/Önnu Sigurlaugar. Heildarniðurstaðan var að Anna Sigurlaug átti inni hjá skattinum.

Þeir breytingar, sem gerðar voru af hálfu skattayfirvalda, fólu ekki í sér álag, sekt eða refsidóm. Þar með liggur það fyrir að skattayfirvöld féllust á að um túlkunaratriði hafi verið að ræða hvernig staðið var að framtali en ekki tilraun til undanskots eða skattsvika.

Páll Vilhjálmsson, 3.10.2017 kl. 22:54

11 Smámynd: Skeggi Skaftason

Ekkert að þakka, ég reyndar tók eftir innsláttarvillunni, hélt þú værir einfaldlega að benda á skattur hjónanna samvkæmt upphaflegu framtölunum hefði verið vangoldinn.

Þú segir:

Það fór fram endurmat á skattgreiðslum Wintris/Önnu Sigurlaugar. Heildarniðurstaðan var að Anna Sigurlaug átti inni hjá skattinum.

En þetta VITUM VIÐ EKKI. Við vitum að þau hjón áttu inni skatt EFTIR að yfirskattanefnd hafði kveði upp úr úrskurð sinn, þar sem yfirskattanefnd lækkaði skattálagningu miðað við það sem ríkisskattstjóri hafði ákvarðað.

EN við vitum ekki hver voru áhrif úrskurðar ríkisskattstjóra, eftir að SDG og frú sendu inn leiðréttu framtölin, samanborið við skattana sem reiknaðir höfðu verið á grundvelli röngu framtalanna.

Skeggi Skaftason, 3.10.2017 kl. 23:08

12 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Eftir stendur að greiddur var minni skattur en átti að gera og það var ekki leiðrétt fyrr en eftir að upp komst um málið. Ef allt hefði verið lögum samkvæmt hefði annars ekkert þurft að leiðrétta.

Að úrskurður yfirskattanefndar leiði til þess uppsafnað gengistap nýtist til frádráttar á móti þeim skatti er svo einfaldlega ávinningur sem eigendur félagsins njóta af því að færa skattalega heimilsfesti félagsins frá einni aflandseyju til annarrar, það er að segja inn í íslenskt hagkerfi þar sem gengisstyrking krónunnar reiknast sem tap á virði erlendra eigna.

Þetta þýðir líka að ef þetta hefði verið skattlagt eins í hruninu þá hefði myndast mikill skattskyldur gengishagnaður en vegna fyrningarreglna nær endurákvörðunin aðeins aftur til ársins 2011. Það má því segja að vegna heppilegra tímasetninga hafi eigendur félagsins komist hjá skattlagningu gengihagnaðar í hruninu en samt getað nýtt sér viðsnúninginn á gengi krónunnar eftir hrun til að mynda sér frádráttarbært gengistap með bókhaldsbrellu. Þessi flétta er í rauninni, tær snilld !

Guðmundur Ásgeirsson, 3.10.2017 kl. 23:17

13 Smámynd: Geir Ágústsson

Það má haga fjármálum sínum þannig að skattgreiðslur eru lágmarkaðar, og gera það löglega. 

Það eru líka til margar aðrar ástæður til að geyma fé sitt erlendis, t.d. pólitískur óstöðugleiki, flótti frá flöktandi gjaldmiðlum og aðgengi að fé í alþjóðlegum viðskiptum. Og slíka geymslu á fé erlendis má framkvæma löglega.

Kannski þau hjónin hefðu frekar átt að kaupa sér Rolex-úr fyrir allan peninginn og læsa inni í peningaskáp. Sú leið var vinsæl meðal eldri borgara í kjölfar bankakreppunnar 2008:

http://www.visir.is/g/2008293530901

Ég vil svo bæta við að við viljum ekki samfélag þar sem er flókið og erfitt að varðveita auð sinn.

Geir Ágústsson, 4.10.2017 kl. 07:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband