Sjálfstæðisflokkurinn er kjölfesta lýðveldisins

Án Sjálfstæðisflokksins væri viðvarandi stjórnarkreppa í landinu. Smáflokkarnir til vinstri eru sögulega ófærir um að veita landstjórninni forystu.

Allt frá fyrsta klofningi vinstrimanna, 1930, þegar kommúnistar klufu sig úr Alþýðuflokknum er saga vinstriflokka mörkuð óreiðu, hentistefnu og í versta falli landráðum.

Eina skiptið sem vinstriflokkar náðu meirihluta á alþingi, í tíð ríkisstjórnar Jóhönnu Sig., lét nærri að þjóðin yrði gjaldþrota, Icesave-samningurinn fyrsti, og að sögu lýðveldisins lyki, með inngöngu í ESB og stjórnarskrá þrotafólks.

Sjálfstæðisflokkurinn, með stuðningi Framsóknarflokksins, stóð í ístaðinu og lýðveldið slapp fyrir horn. 

 


mbl.is Enn stærstir þrátt fyrir grjótkastið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Leiðrétting:

Með "sjálfstæðis"flokknum ER viðvarandi stjórnarkreppa í landinu.

Ritari pistilsins var nefninlega dálítið ónákvæmur í upplegginu.

Góðar stundir.

Guðmundur Ásgeirsson, 15.9.2017 kl. 00:08

2 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Bara áður en menn fara að kenna "góða fólkinu" og RUV um stjórnarslitin. er rétt að enda á orð framkvæmdarstjóra Bjartrar Framtíðar sem sagði:

"Ástæðan er alvarlegur trúnaðarbrestur í ríkisstjórninni að sögn Guðlaugar þar sem Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, og Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, hafi leynt því fyrir samráðherrum og samstarfsflokkum í ríkisstjórn að Benedikt Sveinsson, faðir Bjarna, hefði verið einn umsagnaraðila fyrir Hjalta Sigurjón Hauksson, dæmds kynferðisbrotamanns, þegar hann sótti um uppreist æru í fyrra.

Vísir greindi fyrst frá málinu í dag og segir Guðlaug fréttirnar hafa hreyft við fólki í flokknum."

Það var sem sagt visir.is sem upplýsti að dómsmálaráðherra og forsætisráðherra vissu þetta með pabba Bjarna í nærri 2 mánuði án þess að upplýsa aðra í ríkisstjórn um málið.

Magnús Helgi Björgvinsson, 15.9.2017 kl. 01:11

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Þetta heitir brot á hæfisreglum stjórnsýsluréttar.

Ég ætla ekki að fella neinn frekari gildisdóm um það.

Virðist samt verðskulda ítarlega rannsókn.

Guðmundur Ásgeirsson, 15.9.2017 kl. 01:30

4 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Sæll Maggi minn og takk fyrir seinast.Ekki heyrist mér eftir fréttir kvöldsins að nokkur trúnaðarbrestur eigi sér stað. En mig minnir að ég hafi heyrt að allir sem koma að þessu máli sitji fyrir svörum á Rúv.annað kvöld. Hlustum! 

Helga Kristjánsdóttir, 15.9.2017 kl. 01:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband