Stjórnarskráin virkar, Guðni Th. ekki

Guðni Th. forseti vill breyta stjórnarskránni vegna þess að hann lenti í siðferðislegri og pólitískri klemmu sem hann bjó sjálfur til.

Guðni Th. tók upp á sitt einsdæmi að rannsaka valdheimild dómsmálaráðherra til að skipa dómara. Þar með fór hann út fyrir valdsvið sitt. Viku seinna var hann krafinn útskýringa hvers vegna hann veitti kynferðisbrotamanni uppreisn æru. Þá sagðist forsetinn valdalaus, sem hann auðvitað er. En hann var búinn að gefa skotleyfi á sjálfan sig.

Stjórnarskráin okkar er frá 1874 að stofni til. Í hálfa aðra öld hefur hún virkað, allt frá því við vorum undir Danakonungi og fram til þessa dags.

Guðni Th. hefur verið forseti í fáein misseri. Við breytum ekki stjórnarskránni þótt hann fokki upp sínum málum.


mbl.is „Verðum að læra af biturri reynslu“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Þórhallsson

Það er langbest að taka upp franska KOSNIGNAKERFIÐ hér á landi þannig að forseti ÍSLANDS þyrfti að leggja af stað með stefnurnar í öllum stóru málunum og MYNDI AXLA RAUNVERULEGA ÁBYRGÐ  á öllum sínum undirskriftum/mannaráðningum og hverjum hann gæfi upp sakir eins og stendur á einu spjaldinu í Matador-spilinu,

en væri ekki bara valdalaus skrautfjöður.

Jón Þórhallsson, 12.9.2017 kl. 17:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband