Líkin af þrem bönkum eru sönnun um glæp

Íslensku bankarnir Kaupþing, Glitnir og Landsbankinn gamli eru sönnun um glæpi útrásarauðmanna. Bankarnir eru líkin, þeir voru rændir að innan.

Íslenska ríkið veitti fjármunum til að rannska og ákæra þá sem mesta ábyrgð báru á þeim glæp að ganga af fjármálakerfinu dauðu - og féflettu almenning í leiðinni.

Eftir rannsóknn, ákæru og yfirvegun dómstóla voru margir helstu útrásarauðmenn dæmdir fyrir afbrot sem tókst að sanna.

Það heitir réttlæti.


mbl.is „Ég var dæmdur án minnstu sannana“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Nei því miður Páll, vegna LANDLÆGRAR SPILLINGAR, var ENGINN af HELSTU ÚTRÁSARAUÐMÖNNUM LANDSINS dæmdur til refsingar, heldur EINHVER SMÁPEÐ sem voru eingöngu verkfæri í spili útrásarauðmanna.  Þessir bankamannræflar, sem voru dæmdir framfylgdu einungis skipunum.  Þarna voru þannig upphæðir í spilunum að það var EKKI möguleiki að STJÓRN BANKANS VÆRI EKKI MEÐVITUÐ UM HVAÐ VÆRI Í GANGI.  Eða heldur þú að þessi ráðuneytisstjóri, sem var að reyna að koma undan um 200 milljónum, hafi verið einver STÓR gerandi í hruninu, eða þessir tveir verðbréfastrákar, sem voru dæmdir?

Jóhann Elíasson, 12.9.2017 kl. 12:44

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Heimilin hafa verið látin blæða fyrir þessi afbrot.

Það gerðist ekki óvart heldur að yfirlögðu ráði.

Guðmundur Ásgeirsson, 12.9.2017 kl. 21:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband