Múslími neitar að heilsa norskum ráðherra

Talsmaður múslíma í Noregi neitaði að taka í hönd ráðherra innflytjendamála, Sylvi Listhaug, þegar þau mættu í umræðu í sjónvarpsveri VG.

Talsmaðurinn, Fahad Qureshi, rétti Listhaug blóm í stað þess að heilsa henni með handabandi. Hann sagði fyrst að af trúarástæðum gæti hann ekki heilsað konu með því að taka í hönd hennar. Örstuttu síðar sagði Fahad ástæðuna vera að hann væri kúgaður af eiginkonu sinni, mætti hennar vegna ekki snerta aðra konu.

Fahad veit sem er að í nafni fjölmenningar er hægt að telja fólki trú um hvað sem er, jafnvel að í múslímskri trúarmenningu kúgi konur karla.

Í umræðunni gat Fahad ekki fengið sig til að fordæma þann boðskap múslíma að homma eigi að taka af lífi með grjótkasti.

Frjálslyndir menn, norskir múslímar.


mbl.is Fyrir hvað standa norsku flokkarnir?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband