Mannúðlegt vopn Íslands gegn heimsveldinu

Togvíraklippur eru framlag Íslands til vopnakerfa heimsins. Þeim var fyrst beitt 1972 í landhelgisdeilu við breska heimsveldið sem viðurkenndi ekki fullveldi okkar.

Ef klippt er á togvíra við yfirborð sjávar er hætt við að strekktir vírarnir slengist af afli á togarann sjálfan með tilheyrandi slysahættu. Landhelgisgæslan þróaði klippurnar þannig að þær skáru togvírana djúpt undir yfirborðinu og þar með var lítil hætta á manntjóni.

Togvíraklippurnar eru bæði til marks um hugvit og mannúð.

 


mbl.is Afhentu Bretum leynivopnið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Þórhallsson

Af hverju voru bretum afhentar þessar klippur?

Hefðu þær ekki frekar átt heima á Þjóðminjasafni ÍSLANDS?

Jón Þórhallsson, 2.9.2017 kl. 12:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband