Flugnahöfðinginn með stelpum

Sagan Flugnahöfðinginn, Lord of the flies, greinir frá skólastrákum sem einangrast á eyðieyju og smíða samfélag sem byrjar vel en endar með blóðsúthellingum. Höfundurinn, William Golding, notar strákamenninguna sem spegil karlasamfélagsins.

Mínus kynhvötina. Strákarnir hans Golding eru undir kynþroskaaldri, nóg er ofbeldið samt.

Guardian segir frá fyrirhugaðri endurgerð kvikmyndaútgáfu á Flugnahöfðingjanum. En nýja útgáfan verður með stelpum í stað stráka.

Trúlega þarf að færa aldurinn niður, þar sem stúlkur verða fyrr kynþroska en karlar. Gagnrýnendur á fyrirhugaða kvikmynd telja að meginþema sögunnar, um grimmd karlkynsins, hljóti að fara fyrir ofan garð og neðan í kvenkynsuppfærslu.

Sumir femínistar eru raunar giska herskáir. Kannski er endurgerðin tímanna tákn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband