Verkefnið geðveika Ísland

Skipuleg herferð stendur yfir að telja þjóðinni trú um að hún sé geðveikari en hún veit af. Almannatenglar er keyptir til að matreiða ofan í auðtrúa blaðamenn að faraldur geðveiki geisi í landinu.

Forsíða Fréttablaðsins í dag segir að þriðja hver heimsókn á heilsugæslu stafi af geðveiki. Aðrir fjölmiðlar spila með. Almannatenglar vinna eftir snjóboltaaðferðinni. Fréttafárið um geðveikina hleður á sig fleiri sögum um geðveika þjóð eftir því sem oftar er hoggið í sama knérunn.

Almannatenglar fá borgað fyrir vinnu sína af hagsmunasamtökum sem leita eftir auknu fé í málaflokkinn. Hagsmunasamtökin eru líklega að stærstum hluta þegar fjármögnuð með opinberum fjármunum.

Í fréttafárinu er ekki greint frá því hverjir standa að baki verkefninu um geðveika Ísland. Sannleikurinn um herferðina spillir fyrir tilgangi verkefnisins, að þjóðin trúi að hún sé geðveikari en hún áður vissi.

Ekki heldur er grafist fyrir um orsakir faraldursins. Enginn spyr hvers vegna við séum geðveikari í dag en fyrir tíu eða tuttugu árum. Sannleikurinn og fjölmiðlaherferð er eins og olía og vatn, blandast illa.

Verkefnið geðveika Ísland er með göfugan tilgang, að vekja umræðu um illvígan sjúkdóm og bæta úrræði sjúklinga. En það orkar tvímælis, svo ekki sé meira sagt, að efna til herferðar um að hér búi snargalin þjóð. Blessuð þjóðarbörnin gætu haft það eftir sem þeim er kennt. Og orðið geðveikari fyrir bragðið.


mbl.is Vilja bæta geðheilbrigðismál
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Þórhallsson

Hérna kemur LAUSNIN á öllum þessum málum: 

=Þjóðina vantar jákvæðan aga:

http://thjodarskutan.blog.is/blog/thjodarskutan/category/2290/

Rúv gerir oft verra með sínu myndefni með því að auka á ringulreiðina með caos-myndefni og vera alltaf að beina kastljósinu að einhverjum furðufuglum.

Spurningin mætti oftar vera;

hver sé vitrasti heimspekingurinn á íslandi í dag?

Hver tók við keflinu af Gunnari Dal?

Jón Þórhallsson, 31.8.2017 kl. 07:32

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Á að þagga niður tölur um ýmis konar sjúikdóma, bara vegna þess að þær snerti hagsmunni og kjör sjúklinga?

Ómar Ragnarsson, 31.8.2017 kl. 16:50

3 Smámynd: Jón Þórhallsson

Málið snýst um að vísa oftar veginn inn í framtíðina:

http://thjodarskutan.blog.is/blog/gudspekifelag_s/entry/2198663/

Jón Þórhallsson, 3.9.2017 kl. 19:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband