Uppreisn æru og glötuð virðing alþingis

Umræðan um uppreisn æru dæmdra manna er í eðli sínu ekki pólitísk og alls ekki flokkspólitísk. Kjarni umræðunnar er hvort og þá hvernig dæmdir menn fái á ný réttindi sem þeir glötuðu vegna dóms.

Þótt umræðan sé ekki pólitísk í venjulegum skilningi orðsins eru á henni margir fletir, sem sjálfsagt er að ræða og meta. Eins og gert er með fjölda frétta og færslna á bloggi og samfélagsmiðlum.

Það er alþingis að setja lög um þetta málefni eins og önnur. Hér var prýðisgott tækifæri fyrir þingmenn að sýna þjóðinni að löggjafasamkoman gæti unnið samhent að úrlausnarefni sem varðar meginreglur, prinsipp.

En þegar þingmenn og þingflokkar æða fram með sína flokkspólitísku útgáfu af lagabreytingum um uppreisn æru vinna þeir málinu tjón. Ekki síður staðfesta þeir orðsporið, sem loðir við þingið, að þingheimur er í varanlegum skotgrafahernaði.

Öllum ætti að vera augljóst að flokkspólitísk niðurstaða í þessu máli getur aldrei orðið almenn niðurstaða, sem byggir á sanngirni og réttsýni. 

Lagabreytingarnar, sem verða samþykktir, munu ekki á nokkurn hátt breyta högum þeirra sem þegar hafa fengið uppreisn æru. Lögin verða ekki afturvirk. Þingmenn ættu að koma sér upp úr skotgröfunum, horfa til framtíðar og setja almannahagsmuni ofar flokkspólitískum stundarhag.


mbl.is Vilja breyta lögum strax
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Erla Magna Alexandersdóttir

Hverra hagsmunagæsla er þarna ?

 Barnaníðingar virðast vera friðhelgir

Erla Magna Alexandersdóttir, 30.8.2017 kl. 20:57

2 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Eins og þetta fólk lætur kemst maður varla hjá því að álíta að um einelti sé að ræða. Það angar af ættbálka fnyk. Þeim er skítsama um manninn sem nauðgaði stjúpdóttur sinni í fjölda ára en einblína á atvinnuréttindi manns sem greiddi fyrir falboðna blíðu. Mér er ekki grunlaust að samviskubit komi þarna við sögu.

Ég hef ekki mikla samúð með mönnum sem brjóta á börnum. Þeir taka afleiðingum gerða sinna, því þeir eru brennimerktir fyrir lífstíð.

En ef hægt er að segja að eitthvað gott hafi komið út úr þessu, þá er það að nú eigi að fella þetta forneskjulega hugtak "uppreist æru" úr lögunum enda er æra eitthvað sem menn ávinna sér en fá ekki afhenta á ráðuneytis snepli. 

Ragnhildur Kolka, 30.8.2017 kl. 23:26

3 Smámynd: Sigurður Kristján Hjaltested

Ragnildur Kolka er thetta.

Hárrétt athugasemd.

Sigurður Kristján Hjaltested, 31.8.2017 kl. 05:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband