Gæsahúð og Trump-gleði

Eðlilega fékk Hillary Clinton gæsahúð í návist Donald Trump. Hann hirti af henni forsetaembættið. Stuðningsmenn Trump voru nógu margir til að fleyta honum inn í Hvíta húsið. Sjaldnast heyrist hósti eða stuna frá stuðningsmönnunum.

Vinstriútgáfan Guardian, sem alls ekki tilheyrir aðdáendahópi forseta Bandaríkjanna, mætti á fjöldafund Trump og heyrði hljóðið í nokkrum stuðningsmönnum Trump. Úrvalið er nokkuð breitt, karlar og konur, sæmilega stæðir og öryrkjar, hvítir og svartir.

Stuðningsmennirnir eru sammála um að Trump sé ekki rasisti, þeir vilja landamæravegginn, báðir öfgahóparnir í Charlottesville bera ábyrgð á átökunum þar og að fjölmiðlar séu haldnir fordómum gegn Trump.


mbl.is „Ég fékk gæsahúð“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

  Svakalega tepra er frú Clinton,fær "gæsina" útaf bersöglu karlagrobbi Trumps í vinahópi á árum áður.

Helga Kristjánsdóttir, 24.8.2017 kl. 13:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband