Eiríkur, brjóstaskoran og sćđi skáldsins

Fréttir falla af himnum ofan, eins og allir vita. Eiríkur Jónsson fékk í fangiđ frétt um brjóstaskoru saksóknara og hlaut ađ birta hana. Hann er jú verkfćri almćttisins. Eiríkur útskýrđi vinnubrögđ sín í afmćlisblađi Blađamannsins 1987.

Eiríkur var í ţá tíđ ungur blađamađur en kunni ţó sögur af órannsakanlegum ađferđum viđ öflun frétta. Á bls. 57 í afmćlisútgáfu félagsriti blađamanna segir Eiríkur frá ţví ţegar hann fékk viđtal viđ nóbelskáldiđ Halldór Laxness á heimili hans á Gljúfrasteini.

Yfirskin viđtalsins var ađ Eiríkur ćtlađi ađ fjalla um ,,ritvélar og áhrif ţeirra á menn" en skáldiđ var ţekkt fyrir ađ nota handskrift en ekki vélar í starfinu. ,,Af rćlni," segist Eiríkur hafa gripiđ međ sér í viđtaliđ útgáfu af tímaritinu Paris Match. Í útgáfunni var sagt frá tilraun til ađ safna sćđi nóbelsverđlaunahafa. Tilgangurinn var ađ kynbćta mannkyniđ.

Ţegar Eiríkur fitjađi upp á raunverulegum tilgangi heimsóknarinnar á Gljúfrastein, ađ fá álit skáldsins á kynbótastarfinu, var honum vísađ á dyr.

Trúlega er Eiríkur enn, mörgum áratugum síđar, ađ klóra sér í kollinum yfir sneypuförinni upp í Mosfellssveit. Hann er jú ađeins sendibođinn.


mbl.is Segist bara vera sendibođinn
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband