Geðveiki, mannréttindi og hryðjuverk

Geðveikir fremja ekki hryðjuverk, samkvæmt skilgreiningu innanríkisráherra Frakka, en þeir eiga það til að líkja eftir hryðjuverkum.

Hryðjuverk eru framin af ásettu ráði til að ná fram pólitískum markmiðum.

Komið hefur í ljós að aðalhöfundur hryðjuverkaárásarinnar í Bercelona í síðustu viku fékk hæli á Spáni í nafni mannréttinda. Spænsk yfirvöld vildu skila manninum til Marokkó en dómstóll kvað upp úr um að mannréttindi múslímaklerksins gæfu honum landvist á Spáni.

Hornsteinn vestrænnar menningar er mannréttindi, bæði þeirra sem heilir eru á geði og veikra. Án mannréttinda væri samfélag okkar verra.

Mannréttindi voru til skamms tíma tengd fullveldi þjóða. Ítali, sem bjó í Þýskalandi, naut t.d. ekki fullra mannréttinda á við þá þýsku, t.d. hvað varðar aðgengi að opinberri þjónustu s.s. menntun og heilsugæslu og kosningarétt. Hugmyndin að bak var að þjóðríkið tryggði mannréttindi þegna sinna. Rökin eru hversdagsleg; þjóðfélagsþegnar eiga sameiginleg mannréttindi enda ríkisborgarar sama lands.

Á seinni árum vex þeirri hugsun fiskur um hrygg að mannréttindi séu algild óháð þjóðríkjum. Ameríkani sem stígur fæti á norska grund í fyrsta sinn á ævinni skal njóta sömu réttinda og Ole Nordman sem búið hefur mann fram af manni í Noregi. Enn er ekki komið að að slíku ástandi en þróunin stefnir í þessa átt: algild mannréttindi óháð uppruna og landamærum.

En það er geðveiki að láta ekki þegnskap og mannréttindi haldast í hendur. Þegnskapur verður ekki til þegar maður stígur úr flugvél í framandi landi. Þegnskapur myndast þegar maður tileinkar sér siði og háttu samfélagsins sem maður býr í. 

Vinda þarf ofan af geðveikinni í mannréttindaumræðunni.


mbl.is Þriðjungur glímir við geðræn vandamál
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Mannréttindi eiga að vera algild!  En aðgangur að félagslegum styrktarkerfum - þar sem þeim hefur verið komið á, á ekki að vera algildur.

Kolbrún Hilmars, 22.8.2017 kl. 17:43

2 identicon

Hver eru mannréttindi? Flest fólk, þegar það talar um mannréttindi ... eru að tala um þjóðfélagsréttindi.  En eins og Páll bendir á, á þjóðin að trygga þjóðfélagsréttindi þín.

Umræða um mannréttindi hafa sporað úr ... og ætla ég að benda á það enn og aftur hér, að öll Norðurlönd og önnur vestræn lönd, brjóta daglega á mannréttindum fólks.  Þetta er vegna þess, að þorri manna heldur að þjóðfélagsréttindi séu mannréttindi.

Sem dæmi má nefna "að míga".  Að míga, eru mannréttindi þín ... mannréttindi, er það sem snýr að þér sem "mann-dýri".  Réttur þinn á lífi, að fá að framfleita þér sem er hluti réttinda þinna að fá að lifa.  Húsnæði yfir höfuð þér, því án slíks áttu stóra hættu á að deyja af vosbúð.

Menn mega ekki mýga úti á götu, en verða að borga fyrir að fara á klósett.  Þetta eru brot á mannréttindum.  Men eru húsnæðislausir um alla Evrópu ... þetta eru brot á mannréttindum.  Menn hafa varla í sig eða á, þetta er brot á mannréttindum.

Sem dæmi um "félagsleg réttindi", sem tekin eru sem "mannréttindi".  Er sambúðar staða þín.  Að fá að fá maka þinn, eða foreldra þína til landsins ... þetta eru þjóðfélagsréttindi, en ekki mannréttindi. En þetta er "hjartansmál" margra, sem telja sig vera að berjast fyrir mannréttindum.  Sama fólk, berst fyrir fangelsun þeirra sem mýga úti á götuni ... ásamt því að setja "greiðslu" fyrir aðkomu að almenningsklósetti, og þannig loka þeim fyrir þeim fátækustu.

Þetta eru brot á mannréttindum, á sama tíma og verið er að ýta undir "forréttindi" ákveðinna hópa ... sem beinlínis tengist "peningum", því "góða" fólkið fær borgað frá ýmsum sjóðum, meðal annars SÞ, ásamt EU. Og þeir fá klapp á bakið, fyrir að brjóta mannréttindi þeirra fátækustu og hvetja til að hlekkja þá í ánauð.  Því þeir fátækustu hafa lítið annað úrval, en ánauð í höndum glæpagengja.

Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 22.8.2017 kl. 18:03

3 Smámynd: Kolbrún Hilmars

"Góða fólkið" má borga fyrir allt það sem því hugnast - en í besta falli mætti kalla það mismunun ef einum er hyglað umfram annan.  Það um það!
En það er enn ekki brot á mannréttindum að fara í manngreinarálit.

Kolbrún Hilmars, 22.8.2017 kl. 18:36

4 Smámynd: Aztec

Þessi geðræni sjúkdómur sem hryðjuverkamenn þjást af, kallast Islam. Enda er alltaf nefnt í fjölmiðlum eftir að hryðjuverkin hafa verið framin að "gerandinn hafi þjáðst af geðrænum vandamálum." Þetta er leynikóði rétttrúnaðarliðsins fyrir "múslími", sem þeir mega ekki nefna á nafn.

Á sama hátt og notað er rangyrðið "flóttamenn" í staðinn fyrir "innrásarher jihadista". Í Bylgjufréttunum í dag var sagt að hryðjuverkamennirnir væru "af norður-afrískum uppruna" í staðinn fyrir að skrifa "múslímar frá Marokkó".

Og svona heldur yfirvarpið og afsakanirnar áfram dag eftir dag, mánuð eftir mánuð. Að setja tálmanir fyrir göngugötur í staðinn fyrir að stöðva innflutninginn frá Marokkó er gagnslaust. Kertafleyting, bænir og fánalitir, sem virðast vera það eina sem góða fólkinu dettur í hug, gera heldur ekkert gagn.

Ef hryðjuverkahópur er grunaður um að skipuleggja árásir, þá á að skjóta meðlimi hópsins strax. EKKI að bíða eftir að tugir saklausra borgara hafa týnt lífi og verðlauna drullusokkana með vægum fangelsisdómum. Það er alltaf betra að koma í veg fyrir glæp heldur en að skrapa líkamsleifar upp af götunni eftir á.

Aðskilnaðarsinnar í Cataluña eru meðsekir í þessum hamförum. Þeir eru ákafastir að flytja inn Afríkana, því að þeir telja sér trú um að þeim verði þökkuð aðstoðin með stuðningi við aðskilnað frá Spáni, og jafnframt að þeir verði síðastir til að vera drepnir.

- Pétur D.

Aztec, 22.8.2017 kl. 20:41

5 Smámynd: Sigurður Kristján Hjaltested

Aztec er med thetta.

Af hverju alltaf ad vera fela sannleikann..??

Verda thá drápinn fallegri..??

Hvernig stendur á thví ad thad er til fólk sem vill loka augunum

fyrir thessari plágu sem ISLAM er og ekkert annad.??

ALLS STADAR thar sem ISLAM naer ákvedinni tolu múslima

eru vandamál. Enginn undantekning. ALLS STADAR.

Á medan ekkertr er gert til ad stodva thetta, eigum vid eftir

ad sjá fleiri kertafleytingar, baenir, blóm og somu tugguna um

ad allir standi saman og brosi og láti ekki nokkud hundrud

lík stodva hamingjuna sem felst í thessari yndislegu

"menningu" sem Islam ber med sér.

Ábyrgd góda fólksins er

ordin ansi alvarleg og kominn tími til ad thad vakni upp

af thessum thyrnirósardraumi um ad allir geti verid vinir

í frumskóginum. Thad verdur aldrei.

Sigurður Kristján Hjaltested, 22.8.2017 kl. 21:14

6 Smámynd: Þorsteinn Sch Thorsteinsson

Image result for WAR ON TERROR FOR MONEY
Related image

Þorsteinn Sch Thorsteinsson, 23.8.2017 kl. 17:31

7 Smámynd: Þorsteinn Sch Thorsteinsson

Image result for WAR ON TERROR FOR MONEY

Þorsteinn Sch Thorsteinsson, 23.8.2017 kl. 17:36

8 Smámynd: Þorsteinn Sch Thorsteinsson

Related image

Þorsteinn Sch Thorsteinsson, 23.8.2017 kl. 22:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband