Samjafnaðarflokkur

Heitið jafnaðarflokkur var ekki notað þegar Alþýðuflokkurinn var stofnaður 1916. Róttækir vinstrimenn, flestir sósíalistar, notuðu heldur ekki nafnið þegar Alþýðubandalagið var stofnað hálfri öld síðar.

Norrænir jafnaðarmenn stofnuðu á 19. öld flokka sem þeir kenndu við verkamenn, arbeidere. Mögulega er það hluti skýringarinnar að alþýða var tekið fram yfir jöfnuð sem forskeyti við flokka jafnaðarmanna á Íslandi.

Önnur skýring gæti verið að jöfnuður er tvíbentur. Það er hægt að jafna niður, steypa alla í sama mót, og stunda samjöfnuð sem er með fremur neikvætt yfirbragð.

Stærsti vandi nafnabreytingar Samfylkingar yfir í Jafnaðarflokk er þó ekki tengdur orðsifjafræði heldur pólitík. Sögulegt hlutverk jafnaðarflokka á Norðurlöndum og Vestur-Evrópu var velferðarríkið. Verkefninu er lokið, þótt enn sé deilt um útfærslur og tæknileg atriði.

Í pólitískum skilningi er jafnaðarflokkur fyrirbæri liðins tíma. Íslenskir bændur vissu í byrjun síðustu aldar að þeir væru hnignandi stétt. Þess vegna kenndu þeir flokkinn sinn við framsókn. Það var snjallt.


mbl.is Samfylkingin verði Jafnaðarmenn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Langt fram eftir síðustu öld neituðu íslenskir bændur að horfast í augu við það að þeim myndi fækka. Gunnar Bjarnason skrifaði um það grein upp úr 1960 að bændum þyrfti að fækka um helming og það varð allt vitlaust, svo hrakleg og slæm þótti þessi fullyrðing Gunnars. 

Haldinn var hitafundur fyrir troðfullu húsi í Lídó við Skaftahlíð þar sem hart var deilt á Gunnar sem grillufangara.

En bændum fækkaði samt undra fljótt eftir það um helming.  

Ómar Ragnarsson, 18.8.2017 kl. 19:02

2 Smámynd: Jón Þórhallsson

Mun þessi nýji JAFNAÐARMANNA-FLOKKUR

hafa sömu stefnu og samfylkingin og sækja að esb?

Y/N?

Jón Þórhallsson, 18.8.2017 kl. 19:32

3 Smámynd: Tryggvi L. Skjaldarson

Líkur verkefni jafnaðarmanna einhverntímann? Að vernda velferðarsamfélagið er eilífðarverkefni.  Það er nagað utanaf því 7 daga í viku. 

Tryggvi L. Skjaldarson, 19.8.2017 kl. 07:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband