Hvít sekt, múslímskt sakleysi

Hvítir öfgamenn efndu til mótmæla í smábæ í Bandaríkjunum. Andstæðingar öfgamannanna efndu til gagnmótmæla. Í átökum fylkinganna var einn myrtur með ákeyrslu. Fjölmiðlar hamast á Trump Bandaríkjaforseta fyrir að fordæma ekki nógu skýrt og ákveðið hvíta öfgamenn.

Víkur þá sögunni til stórborgar í Evrópu, Barcelona. Múslímskir öfgamenn myrða a.m.k. 13 saklausa vegfarendur. Fjölmiðlar munu ekki taka neinn til bæna fyrir að halda aftur af sér í fordæmingu á múslímskum öfgamönnum. Þvert á móti verður kapp lagt á að aftengja múslímatrú frá öfgamönnunum og kalla þá einfaldlega glæpamenn.

Hvers vegna voru hvítu öfgamennirnir í Charlottesville ekki kallaðir glæpamenn eins og múslímsku öfgamennirnir í Barcelona?

Ber hvíti maðurinn meiri ábyrgð á öfgamönnum úr sínum röðum en þeir múslímsku á morðingjum sem spretta úr þeirra jarðvegi?


mbl.is Komu í veg fyrir aðra árás
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Tvískinningurinn í umræðunni sest best á því að annar öfgahópur var til staðar í Charlotteville sem fjölmiðlar, og vinstrimenn almennt, minnast ekki á. Góðvinur þinn Skeggi lét sem hægri öfgahópurinn hafi verið einn að verki að lúskrað á heiðvirðum mótmælendum sem ekkert hefðu til saka unnið. En sannleikurinn er að þarna laust saman tveimur öfgafylkingum. Þáttur lögreglu og pólitísk afskipti af mótmælafundunum verða eflaust tekin til rannsóknar eftir að í ljós kom ósamræmi í yfirlýsingum ríkisstjórans og lögreglu.

Það var hins vegar í Barcelona sem öfgamenn réðust á saklausa borgara. Þótt eflaust megi flokka árásina sem glæp, þá var hún framkvæmd á grunni trúarlegra öfga og af fullkominni mannfyrirlitningu. Þannig á að fordæma hana.

En vinstrimenn líta á öfgaíslam sem samherja í baráttunni gegn vestrænum gildum og því reyna þeir að klína glæpastimplinum á þessa stríðsmenn íslam.

Ragnhildur Kolka, 18.8.2017 kl. 09:10

2 Smámynd: Jón Þórhallsson

Sæll Páll; 

Hvaða stjórnmálaflokk myndir þú ráðleggja mér að kjósa til að sporna gegn aukinni múslima-væðingu hér á landi eins og nýrri múslima-mosku í Skógarhliðinni?

Jón Þórhallsson, 18.8.2017 kl. 09:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband