Vinstrimenn ræða nafnabreytingu, ekki sameiningu

Samfylkingin ræðir nafnabreytingu. Flokkurinn er ekki orðinn tvítugur, var stærstur flokka 2009 en rétt skreið inn á þing í kosningunum sl. haust.

Vinstrimenn ræða ekki sameiningu þessi misserin. Einir fjórir vinstriflokkar eru á alþingi: Samfylking, Vinstri grænir, Píratar og Björt framtíð.

Nærfellt alla síðustu öld, frá fyrsta klofningi Alþýðuflokksins 1930, var sameining vinstrimanna sígilt umræðuefni. Á meðan Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur skiptu hvorki um nafn né kennimerki var lenska vinstrimanna að stofna til flokka í nafni sameiningar: Kommúnistaflokkur, Sósíalistaflokkur, Alþýðubandalag, Þjóðvarnarflokkur, Samtök frjálslyndra og vinstrimanna, Bandalag Jafnaðarmanna, Þjóðvaki og er þó ekki allt upp talið.

Síðasta stóra uppstokkun vinstrimanna var um aldamótin, með stofnun Samfylkingar og Vinstri grænna.

Sameiningartal vinstrimanna leiðir jafnan til klofnings. Það liggur í eðli íslenska vinstrimannsins að vera hrópandinn í eyðimörkinni - í fleirtölu. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Stofnið bara Samfó-safn,

og svo, á nýju deiti,
alltaf má fá annað nafn

með öðru föruneyti.

Jón Valur Jensson, 17.8.2017 kl. 15:17

2 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Er það ekki það eina sem eftir er að reyna???smile

Tómas Ibsen Halldórsson, 17.8.2017 kl. 19:38

3 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Það hlýtur að vera heppilegt fyrir formann Samfylkingarinnar að þurfa ekki að þvaðra við aðra en sjálfan sig um sjálfan sig sem samnefnara fyrir frábæran  árangur Jóhönnu Sigurðardóttur sem lagði á flótta er hún fékk kveisu sem niðurföllin tóku ekki við. Að svamla í slíku er ekki  nema hraust mennum bjóðandi.

Hrólfur Þ Hraundal, 17.8.2017 kl. 22:10

4 Smámynd: Már Elíson

Lykilfyrirtæki undir stjórn sjálfstæðismanna hafa verið hörðust í að skipta um nöfn, svo ekki sé talað um kennitölur. Hvað heitir Eimskipafjelag Íslands í dag..og hvað er kennitalan gömul. - Hvað með eðal-sjallana Gunnar og Gylfa sem fengu, og fá enn, verkefnin á silfurfati á nýrri og nýrri kennitölu og nýjum nöfnum ? - Þeir eru duglegestair við nafnabreytingar hvað sem hver segir.

Már Elíson, 17.8.2017 kl. 23:00

5 Smámynd: Jón Valur Jensson

Gleymdu ekki Kommúnistaflokki Íslands [deild í Komintern, sem var stjórnað af Stalín] ----> Sameiningarflokki alþýðu, sósíalistaflokknum ----> Alþýðubandalaginu ----> Vinstrihreyfingunni grænu framboði (VG). Sú saga er orðin 87 ára og gæti upplýst menn um margt misjafnt.

Jón Valur Jensson, 17.8.2017 kl. 23:26

6 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Már E.

Ert þú skuldlaus við alla birgja/lánadrottna þína um árin? Hefur þú skilið einhverja þeirra eftir í kviklsyndi verka þinna?

Í hvaða flokki ert þú?

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 20.8.2017 kl. 02:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband