Sveinbjörgu sökkt með litlum kostnaði

Samfélagið rekur grunn- og framhaldsskóla til að mennta börn og unglinga. Hugmyndin að baki er að samfélagið mennti yngstu borgarana til að þeir verði nýtir þegnar, standi undir sjálfum sér og greiði skatta og skyldur til samfélagsins.

Ef barn/unglingur hverfur frá námi, t.d. með því að flytja erlendis, er hægt að tala um ,,sokkinn" kostnað - samfélagið fær ekki tilbaka fjárfestinguna í menntuninni. Orð Sveinbjargar Birnu Sveinbjörnsdóttur borgarfulltrúa Framsóknar má skilja á þessa vegu.

En það er sport góða fólksins að finna rasista í Framsóknarflokknum og því voru orð Sveinbjargar túlkuð sem mannvonska - hún vildi synja börnum hælisleitenda menntunar.

Það skrítna í málinu er að framsóknarmenn sjálfir tóku undir rasistastimpilinn og nota hann til að hrekja Sveinbjörgu úr fyrsta sæti framboðslista flokksins í Reykjavík.

Valdabarátta í Framsóknarflokknum lýtur undarlegum lögmálum, sem ekki er nema fyrir innvígða að skilja. Andstæðingum Sveinbjargar innan flokksins finnst hagkvæmt að sökkva henni með vopnum andstæðinga flokksins. En hjaðningavíg innan flokks eru sjaldnast stjórnmálaflokki til framdráttar.


mbl.is Taka undir gagnrýni á Sveinbjörgu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Lenín sagði við kunningja: "Við tortímum fólki. Manstu ekki hvað Pisarev sagði: "Brjótið niður og berjið allt. Allt sem brotnar er rusl sem á engan tilverurétt! Það sem lifir af er gott." Á handskrifuðum miðum Leníns voru skipanir um að skjóta, drepa, hengja "blóðsugur ... kóngulær ... sníkjudýr". Hann spurði: "Hvernig er hægt að gera byltingu án dauðasveitar?" (sama rit, 372).

Og neðanmáls á sömu blaðsíðu: "Enn telja margir að stalínismi sé afmyndaður lenínismi. En staðreyndir sýna að Lenín og Stalín voru óaðskiljanlegir fyrstu mánuðina eftir byltinguna og Lenín hlóð undir Stalín næstu fimm árin þegar mögulegt var. Lenín átti einn heiðurinn af því að ýta bolsévikum út í brjálæðislegt blóðbað. Fyrirskipanir hans hafa nýlega komið í ljós í skjalasöfnum og verið birtar í bók Richards Pipes, Unknown Lenin. Hann vissi hvað hann var að gera þegar hann hélt Stalín á lofti þrátt fyrir að gera sér ljóst að "þessi kokkur á eftir að elda kryddaða rétti." Stalínismi var ekki afmyndaður lenínismi heldur framþróaður lenínismi."

Og hryðjuverk Stalíns á þrítugsaldri, með mannskæðum ránum, m.a. póstráninu á bankasendingu í Tiblisi 13. júní 1907, sem kostaði tugi manna lífið, voru framkvæmd að vilja og ósk Leníns til að afla bolsévikaarmi flokksins mikils fjár til að halda uppi starfi hans utan Rússaveldis sem innan.

Jón Valur Jensson, 8.8.2017 kl. 12:21

2 Smámynd: Jón Valur Jensson

Afsakaðu, Páll, óvart setti ég þessa aths. á þinn vef, þar sem hún á alls ekki heima; hún var ætluð mínum eigin bloggvef og er nú þangað komin og má þurrkast hér út ásamt þessari aths. En ritið, sem ég vitnaði hér fyrst í, er Stalín ungi eftir Montefiore (Rv. 2007).

Jón Valur Jensson, 8.8.2017 kl. 13:43

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Nú vill Guðfinna vera maddaman og flýtur því í Framsóknar,lögmálinu 

Helga Kristjánsdóttir, 8.8.2017 kl. 14:38

4 Smámynd: Alfreð K

Ég lærði í skóla í gamla daga að rangt væri að segja „flytja erlendis“.  Menn flyttu hins vegar utan eða til útlanda.  Svo held ég að lýsingarorðið skrýtinn sé með y-i (ekki skrítinn).

Bara örlítil leiðrétting á stafsetningu, ekkert annað.

Alfreð K, 8.8.2017 kl. 15:11

5 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Mér finnst einhvern vegin að fáir sem tjá sig hafi hlustað á viðtalið sem fer fyrir brjóstið á mörgum.

Hér fyrir neðan er úrklippa úr þeim hluta sem málið snýst um.  Ætti að vera auðskilið flestum:

Væri ekki börnunum fyrir bestu að tekið sé tímabundið á móti þeim í sérskóla þar sem þau fengju fulla athygli og kennslu?

 ---

" ...Kennarar og félagsráðgjafar sem ég hef rætt við að þeir hafa talað um hversu vandmeðfarið og hversu mikill kostnaður fylgir því að taka á móti börnum sem eru í leit að alþjóðlegri vernd og styðja þá auðvitað til að læra íslensku og komast af stað í námi. Þetta er mismunandi eftir því hvort þetta séu stelpur eða strákar, vegna þess að svo eru þau kannski farin eftir 6 mánuði, 12 mánuði, 1 ár 2 ár þegar búið er að vísa fjölskyldunum úr landi, þá er þetta að einhverju leyti sokkinn kostnaður hjá Reykjavíkurborg.

-

...En þegar þau eru sett inn í bekki vegna þess að við erum með stefnu skóla án aðgreiningar, að þá verður mjög mikill fókus af þessum hópi inni í bekknum sem þarf stuðning, mjög margir sem eru á einhverfurófi, eru með athyglisbrest eða þurfa sérstaka aðstoð í námi sem að fá hana kannski ekki vegna þess að fókusinn er á öðru. Þess vegna hefur þeirri hugmynd skotið upp hvort það sé eðlilegt að það sé bara sérskóli stofnaður sem taki við þessum börnum sem eru að koma með foreldrum í leit að alþjóðlegri vernd. Síðan þegar fjölskyldan er komin með dvalarleyfi á Íslandi, þá fari þau inn í skólana. ..."

---

Ágúst H Bjarnason, 8.8.2017 kl. 15:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband