Ekki einkavæða RÚV; gerum það að menningarstofnun

RÚV þjónar engum tilgangi í íslenskri fjölmiðlun, sem aðrir miðlar geta ekki sinnt. Það sem verra er; RÚV er rekið í starfsmannapólitískum tilgangi að reka áróður fyrir þá útgáfu vinstristjórnmála sem líkleg er til vinsælda hverju sinni.

En RÚV á að baki merka sögu á framleiðslu og miðlun íslenskrar menningar. Þess vegna ætti að leggja RÚV niður í núverandi mynd og gera það að menningarstofnun sem varðveitti, framleiddi og miðlaði íslensku efni.

Með öðrum orðum, RÚV verði ekki lengur ríkisútvarp vinstrimanna heldur menningarstofnun.


mbl.is Meirihluti andvígur einkavæðingu RÚV
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrossabrestur

Um 23% Íslend­inga eru ánægð með fjöl­miðla á Íslandi en rösk­lega fimmt­ung­ur er óánægður.

athyglisverð greining hjá mogganum, það getur varla verið marktækur munur á þessum tveim stærðum.

Hrossabrestur, 4.8.2017 kl. 14:37

2 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Trúir þú á kraftaverk?

Heimir Lárusson Fjeldsted, 4.8.2017 kl. 17:26

3 Smámynd: Steinarr Kr.

Það sem Heimir sagði...

Steinarr Kr. , 4.8.2017 kl. 22:00

4 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

RÚV ríkisskattgreiðenda ber ábyrgð á að segja okkur skattgreiðendum satt um það sem er raunverulega að gerast í veröldinni. Á ó-pólitískan hátt.

Styrkjum RÚV í því hlutverki.

Styrkjum RÚV gegn heimsveldisstýrðum og óverjandi pólitískum blekkingarfjölmiðlum! Fjölmiðlar eru einskis virði fyrir skattgreiðandi almenning, ef almenningur getur ekki gert réttmætar skattrekstrar-kröfur til þeirrar skattreknu stofnunar.

Engin getur með réttlætanlegum hætti krafið einkarekinn fjölmiðil um eitt eða neitt í sambandi við sanna og raunverulega umfjöllun í heiminum!

Skilur fólk það fjölmiðlahlutverk virkilega ekki á sama hátt og ég?

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 5.8.2017 kl. 19:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband