Bandaríkin: 80 dæmi um afskipti af lýðræðislegum kosningum

Bandarísk stjórnvöld reyndu skipulega að hafa áhrif á yfir 80 lýðræðislegar kosningar víða um heim, samkvæmt nýrri rannsókn. Tímabilið sem rannsóknin nær yfir er frá lokum seinni heimsstyrjaldar.

Í þessari tölu eru ekki tilvik þar sem Bandaríkin stóðu að vopnuðum byltingum, s.s. í Íran, Chile og Guatemala. Rannsóknin sýnir að Bandaríkin hafa mun oftar afskipti af innanríkismálum annarra ríkja en Sovétríkin/Rússland.

Það kemur úr hörðustu átt þegar Bandaríkin ásaka Rússa um að reyna að hafa áhrif á bandarískar kosningar.

 


mbl.is Rússar gagnrýna yfirvofandi viðskiptabann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Mikið rétt Páll. Minnast má á aftöku Gaddafís í Líbýu, en Hillary Clinton var þá utanríkisráðherra í tíð Obama. HC sagði eftir að ljóst var að Gaddafí var fallinn: "We came, we saw, he died" og hló síðan tröllahlátri, þetta mátti sjá á youtube myndbandi.

Annað, ekki síður alvarlegt, var þegar Obama reyndi að hafa áhrif á síðustu kosningar í Ísrael, hann ætlaði að fella Netanyahu, en tókst ekki. Þrátt fyrir skoðanakannanir fram undið hið síðasta þá vann Likud flokkur Netanyahus en Obama var búinn að ausa fjármunum Bandarískra skattgreiðenda í vinstri flokkana í Ísrael og senda sérstaka ráðgjafa þeim til hjálpar til að vinna gegn Netanyahu. Við vitum hvernig fór, Netanyahu vann góðan sigur þrátt fyrir þátt Obama.

Demókratar eru ekki vandir af virðingu sinni og ættu síst af öllum að kenna öðrum um kosningasvik því ýmislegt í kosningabaráttu þeirra og ólögleg atkvæði greidd þeim benda til spillingar af þeirra hálfu.

Þá ætla ég ekki heldur að gera lítið úr afskiptum Repúblikana þegar þeir hafa verið við völd. Sama má segja um allar stærri þjóðir, spillingin leynist víða.

Tómas Ibsen Halldórsson, 26.7.2017 kl. 11:29

2 Smámynd: Jón Valur Jensson

Mjög gott innlegg hér frá Tómasi, fróðlegt um bæði Líbýu og Ísrael !

Og fræðimaðurinn á myndbandinu, sem stundar post-doctoral research við Carnegie-Mellon-háskólann, hefur greinilega unnið miklar rannsóknir á þessum málum og sýnir með umræðu sinni um Ítalíu og Rússland, að a.m.k. í sumum tilfellum hefur Bandaríkjunum tekizt að hafa áhrif á kosningar í öðrum ríkjum, enda lagt fram mikið fé til þess. Svo geta menn lagt sitt misjafna mat á það, hvort sú íhlutun hafi orðið til góðs eður ei.

Jón Valur Jensson, 26.7.2017 kl. 12:18

3 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Rússar hafa lengi haft afskipti af kosningum í BNA og engin kippt sér sérstaklega upp við það. Það er bara núna sem Demókratar verða sjóðvitlausir af því að þeir þurfa að réttlæta fyrir sér tapið hjá Hillary. Nú meira en 8 mán. eftir kosningarnar hefur ekkert komið fram sem sannar að Trump hafi haft samráð við Rússa. En demókratarnir halda áfram eins og hundar með bein af því það er skárra en að viðurkenna tap. 

Hvarflar ekki að þeim að hneykslun á afskiptum Rússa sé á skjön við eigið framferði. En þarna sannast orðtækið um flísina og bjálkann.

Ragnhildur Kolka, 26.7.2017 kl. 15:38

4 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Kaninn hefur næstum alltaf verið með nefið í annara manna koppum, því ekki kosningum?

Síðustu þingkosningar í Ísrael þá sendi Barack Benito Hussein Obama tugir manns og hundruði milljón dollara til að koma sitjandi forsætisraðherra frá völdum.

Sem betur fer þá gekk þetta ekki up hjá Barack Benito Hussein Obama og fylgi sitjandi forsætisraðherra Ísrael styrktist mikið.

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 26.7.2017 kl. 16:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband