Fimm ár frá evru-björgun

Fimm ár eru síðan Mario Draghi bankastjóri Seðlabanka Evrópu bjargaði evrunni, að sagt er, með yfirlýsingu um að gjaldmiðlinum yrði haldið lifandi ,,hvað sem það kostaði."

Fyrir fimm árum var evru-samstarfið við það að liðast í sundur. Hagkerfi Suður-Evrópu voru í uppnámi og það gríska að niðurlotum komið. Umræða var um að einhver ríki yrðu rekin úr evru-samstarfinu eða að Þýskaland, Finnland, Austurríki og Holland færu út.

Lausn Draghi var að prenta peninga, nóg af þeim, og lækka vexti, sem fóru niður í núll og allt niður í mínusvexti.

Peningar á núllvöxtum halda hagkerfum Suður-Evrópu gangandi. Die Welt segir mörg fyrirtæki verða gjaldþrota um leið og vextir hækka. Skuldastaða sumra ríkja er há þrátt fyrir ódýra peninga. Ríkiskuldir Ítalíu nema 130 prósentum af landsframleiðslu.

Verðbólga er lág á evru-svæðinu, um eitt prósent, þrátt fyrir ódýra peninga. Þegar hún tekur við sér, sem hún gerir fyrr heldur en seinna, er vaxtahækkun óhjákvæmileg. Stórskuldug Suður-Evrópa kemst þá í vandræði á ný.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Sveinn Hálfdánarson

Sæll

Þetta er flóknara en svo. Þar sem ég þekki til eru vextir til lítill og meðalstórra fyrirtækja háir. Vandamálið er væntanlega helst að gjaldþrota bankakerfi líkt og á Ítalíu, Grikklandi og Úkraínu geta ekki veitt ný lán. AGS er búinn að láta loka meira en helmingi banka í Úkraínu. Gengið var fellt um 70%. Þetta þarf að gera víðar til að gera bankana starfhæfa.

Einar Sveinn Hálfdánarson, 26.7.2017 kl. 09:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband