Benedikt fellur á dollaraprófinu

Krónan þjónar íslenskum hagsmunum best allra gjaldmiðla. En ef það væri svo að hagfræðileg rök stæðu til þess að skipta út krónunni fyrir annan gjaldmiðil þá er bandarískur dollari nærtækastur.

Dollarinn er eina heimsmyntin og utanríkisviðskipti okkar eru meira í dollurum en öðrum gjaldmiðlum, eins og Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra vekur athygli á í dag.

Tilefnið er grein Benedikts Jóhannessonar fjármálaráðherra í vikunni sem boðaði upptöku evru. Benedikt má vita að ef raunverulegur vilji er til að skipta út krónunni fyrir annan gjaldmiðil þá væri dollarinn nærtækasti kosturinn, bæði efnahagslega og pólitískt.

En Benedikt er ekki með augastað á evru heldur aðild að Evrópusambandinu. Hann fellur á dollaraprófinu, sem mælir raunverulegan vilja til að skipta um gjaldmiðil.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Sveinn Hálfdánarson

 Sæll

Ekki er nóg með að evruviðskiptin skipti litlu máli fyrir Ísland, rúm 20% að mig minnir. Ál og sjavarafurðir eru verðlögð í dollar eins og aðrar hrávörur og evran er ekki gjaldgeng í alþjóðaviðskiptum. Hún er einungis gjaldmiðill hluta Evrópu og meingölluð að auki. Það veit hvert mannsbarn. Benedikt er fórnarlamb hefndarherferðar Þorsteins Pálssonar sem engan enda ætlar að taka.

Einar Sveinn Hálfdánarson, 22.7.2017 kl. 18:52

2 Smámynd: Ingibjörg Magnúsdóttir

Sæll, er sammála þér.

Það sem mér finnst miður er að á Íslandi komast stjórnmálamenn til valda sem geta og hafa verið þjóðinni hættulegir, eða að minnsta kosti koma með fáránlegar hugmyndir og/eða valda fjármálakerfinu hruni.

Krónan er gjaldmiðill, alveg eins og aðrir gjaldmiðlar. Allir gjaldmiðlar sveiflast í gengi. Soros fór gegn enska pundinu um árið. Ingibjörg Sólrún sagði hér um árið, að íslelenska krónan væri "ónýt." Núverandi fjármálaráðherra gefur í skin að krónan sé ömurleg.

Mér finnst ömurlegt að hluta á stjórnmálamenn, sem hafa lítið vit á fjármálamarkaðnum almennt. Stjórnmálamenn er fólk sem er kosið af almenningi, en það er ekki endilega sérfræðingar í fjármálum eða öðru.

Spurningin er bara hvort og hvenær Soros eða álíka kónar fara gegn Evrunni eða öðrum gjaldmiðli?

Ég held að þetta snúist um að halda fjármálakerfinu á langi í skefjum, eins og hægt er. Krónan getur sveiflast mikið, eins og við vitum. En held að við verðum einskin bættari með dollara eða evru.

Ingibjörg Magnúsdóttir, 23.7.2017 kl. 00:36

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Það er kominn tími til að sýna hverju við getum áorkað,ef við losum okkur við alda gamla flokkatryggð,sem sjaldan skilar okkur í sömu mynt. þessar forystur hræðast undantekninga lítið -Ervu-gaggið...   
Það er brátt komið að síðasta tækifærinu til að sameinasta um að bjarga þjóðríki okkar,Íslandi. .

Helga Kristjánsdóttir, 23.7.2017 kl. 03:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband