Falsdauði 80 Íslendinga

Árlega deyja 80 Íslendingar vegna loftmengunar, segir Umhverfisstofnun. Hængurinn er sá að líkin vantar.

Þegar Íslendingur deyr er gefin út dánarorsök. Ríkisstofnun, sem vill láta taka mark á sér, hlýtur að styðjast við traust gögn um dánarorsök til að undirbyggja fullyrðingu um árlegan dauða 80 Íslendinga af völdum svifryks. Þessi fjöldi dauðra stappar nærri faraldri.

En tala Umhverfisstofnunar um 80 dauða Íslendinga er ekki fengin úr dánarskýrslum. í skjali á heimasiðu stofnunarinnar kemur fram að talan er ágiskun. Þar segir á bls. 8 að 80 dauðsföll eru talin

útfrá styrk loftmengunarefna, lýðfræðilegum upplýsingum og niðurstöðum rannsókna um sambandið milli loftmengunar og heilsufarsbrests.

Á hversdagslegu máli heitir þetta að ljúga með þvættingi. Það liggja fyrir tölur um dánarorsakir hjá heilbrigðisyfirvöldum, t.d. landlækni. En þær tölur eru ekki notaðar heldur einhverjar ótilgreindar rannsóknir úti í hinum víða heimi um að 80 einstaklingar deyi á Íslandi vegna svifryks.

Til hvers er leikurinn gerður?

 

 


mbl.is 80 ótímabær dauðsföll vegna svifryks
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Leikurinn er gerður til að réttlæta auka skattlagningu á einkabíla. Sennilega nagladekk. Það fyndna er að þetta er miðað við hásumar, þegar enginn er á nagladekkjum! Þvílík og önnur eins dauðans della sem þetta er. Algert dómadags rugl. Það hljóta að drepast tíu manns á viku, hið minnsta, yfir veturinn.

 Góðar stundir, með kveðju að sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 30.6.2017 kl. 12:20

2 Smámynd: Guðmundur Jónsson

Ég held raunar að þessi niðurstaða (80 dauðsföll) sé athyglisverð, en að tengja þau beint við svifryk er vitaleg endemis rugl.

Aukið hættulegt svifryk er afleiðing af veðurfari, veðurfar hefur gríðarleg bein áhrif á hegðun fólks sem skiptir augljóslega margfalt meira máli en rykið sem eykst vitanlega með þurru góðu veðri og aukinni umferð fólks. 

Guðmundur Jónsson, 30.6.2017 kl. 13:44

3 Smámynd: GunniS

þessi svakalega aukning á ferðamönnum, er þetta ekki aukið álag á gatnakerfið og svifryksaukandi, allavega sést mikil aukning á útlendingum í sundi.

GunniS, 30.6.2017 kl. 14:01

4 Smámynd: Ragnhildur Kolka

"Ljúga með þvættingi" er rétta orðalagið.

Kannski Umhverfisstofnun upplýsi hvað það hefði lifað lengi ef það hefði ekki dáið "ótímabært."

Þarf stofnunin ekki að koma guði fyrir í lógóinu sínu?

Ragnhildur Kolka, 30.6.2017 kl. 14:22

5 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Er ekki stofnunin þarna að stela glæpnum, eða eru menn hættir að deyja vegna tóbaksreykinga?

Kolbrún Hilmars, 30.6.2017 kl. 15:27

6 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

GunniS er alveg gjörsamlega með þetta! Andskotans túristarnir farnir að stráfella landann;-)

Halldór Egill Guðnason, 30.6.2017 kl. 15:47

7 Smámynd: Þorsteinn H. Gunnarsson

Gunnar í Hrútatungu var nærri dauður úr mengun hér um árið og var fluttur með þyrlu á spítala.Hann var að hræra í haughúsi hjá sér og hafði ekki opið út. Þekkt er að mikil brennisteinsvetnismengun kemur þegar þetta er gert. Oft finnur maður svona lykt af jarðvarmavirkjunum.

En þetta er eina tilfellið sem ég veit um þar sem maður var nærri dauður vegna mengunar.

Þorsteinn H. Gunnarsson, 30.6.2017 kl. 15:50

8 Smámynd: Skeggi Skaftason

Sæll Páll minn.

Þessi pistill þinn sýnir, svo það sé sagt á hversdagsmáli, að þú hefur ekki hundsvit á því sem þú ert hér að skrifa um.

Þekkirðu eitthvað til tölfræði öndunarfærakvilla? Eða mögulegra tenginga loftmengunar og krabbameina eða annarra sjúkdóma?

Veist þú af hverju sumir deyja 70 ára á meðan aðrir ná 90 ára aldri?

Þú getur byrjað að lesa þig til hér: http://sibs.is/allar-greinar/lydheilsa/1475-alvarlg-heilsuva

"... langvinnir lungnateppusjúkdómar eru nú fjórða algengasta dánarorsök Íslendinga.  [...] Langvinn lungnateppa stendur fyrir bróðurpartinum af langvinnum öndunarfærasjúkdómum almennt. Sjúkdómurinn einkennist af hindrun á loftflæði um berkjur lungnanna vegna lungnaþembu og langvarandi berkjubólgu. Helstu orsakir eru reykingar ásamt mengun (iðnaðarryk, kemísk efni og loftmengun). "

Skeggi Skaftason, 30.6.2017 kl. 16:19

9 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Ég gerði mér grein fyrir að vanræksla á þrifum á gatnakerfi borgarinnar er  óviðunandi, en að það kosti okkur 80 mannslíf á ári hverju vissi ég ekki.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 30.6.2017 kl. 17:18

10 Smámynd: Sigurður Kristján Hjaltested

Heimir er med thetta.

Ef thessi borgarstjórinar meirihluti thrifi baeinn sinn reglulega

thá myndi thad kosta faerri mannslíf.

Liggur í augum uppi...:)

Sigurður Kristján Hjaltested, 30.6.2017 kl. 22:13

11 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Nei Sigurður! Stelpurnar eru með'etta.

Helga Kristjánsdóttir, 1.7.2017 kl. 03:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband