Slúðrað á Stígamótum

Þjóðþrifasamtökin Stígamót taka á sig ýmis einkenni félagshópa sem skilgreina sig á jaðri samfélagsins. Í Stígamótum eru ekki verk- eða vinnureglur heldur lýtur starfsemin einræðisvaldi leiðtoga. Til að halda samheldni innan hópsins eru settar saman goðsögur um samfélagið utan hópsins.

Helga Baldvinsdóttir Bjargardóttir lýsir slúðrinu á Stígamótum þar sem sögur um heimilisofbeldi ,,þjóðþekktra" Íslendinga eru bornar á borð. Líkt og í sértrúarsöfnuðum gengur leiðtoginn ekki undir sínu eiginlega nafni heldur undir viðurnefni: ,,hæstráðandi." Formlegur starfstitill hæstráðanda er hæverskari, ,,talskona."

Sú sem öllu ræður á það til að ,,hella úr skálum reiði sinnar" þegar hlutirnir ganga ekki fram eins og yfirvaldið býður. 

Innsýn í starfshætti Stígamóta er upplýsandi um litla lokaða hópa sem veita hjálpræði undir styrkri forystu ,,hæstráðanda". Ekkert hjálpræði er ókeypis. Spurningin er aðeins á hverjum kostnaðurinn lendir.


mbl.is Stígamót ekki hafin yfir gagnrýni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband