Takk Ísland, takk fullveldi

Ástæðan fyrir því að Ísland gat veitt Eystrasaltsríkjunum stuðning til sjálfstæðis er að við erum fullvalda þjóðríki.

Án fullveldis hefði Ísland hvorki getað hreyft legg né lið til stuðnings smáþjóðunum sem vildu losna undan ríkjasasambandi við voldugan nágranna.

Fullveldið er verðmæti sem er ekki metið til fulls fyrr en það tapast.

 


mbl.is Litháar segja „takk Ísland“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Tek undir það. Lengi lífi íslenska fullveldið!

Ragnhildur Kolka, 18.6.2017 kl. 09:57

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Aldrei er góð vísa of oft kveðin,tek því undir með Ragnhildi: Lengi lifi íslenska fullveldið!

Helga Kristjánsdóttir, 18.6.2017 kl. 12:37

3 Smámynd: Jón Valur Jensson

Að sjálfsögðu. Við skuldum því fullveldi svo margt og svo mikið.

Ekkert ESB fyrir Ísland !

Jón Valur Jensson, 19.6.2017 kl. 01:40

4 Smámynd: Jón Valur Jensson

ESB yrði þvílík hermdargjöf fyrir Ísland.

Ég hitti í dag einn þýðendanna á ESB-reglugerðum yfir á íslenzku. Þeir eru (í húsi austan við utanríkisráuneytið, við Þverholtið) þrjátíu talsins í fullu starfi og 20-25 að auki. En í stað þess að hafa 50-55 í starfi, meðan við erum að taka við EES-reglugerðum og tilskipunum, þá myndi þurfa að bæta við 200 þýðendum, ef við gengjum í Evrópusambandið. 250 manns bara við að þýða allt þetta texta- og pappírsfargan á íslenzku og gera það að íslenzkum lögum og reglum!

NEI TAKK! Lengi lifi minning Jóns Sigurðssonar, sem ritaði:

„Sumir af vorum helztu mönnum eru líka svo hræddir við sjálfsforræði landsins, að þeir eru eins og skepnan, sem varð hrædd við sína eigin mynd. En nú er það lífsmál fyrir vort land, að það hafi alla stjórnarathöfn sem næsta sér og hagkvæmasta, og þá stjórn, sem getur svo að kalla séð með eigin augum það sem hún á að ráða yfir, en ekki í speigli og ráðgátu, eða með annara augum, í 300 mílna fjarska. Þetta er krafa, sem oss virðist ekki maður geti sleppt, nema með því að óska sér að leggjast í dauðasvefn að nýju ...“ (Úr ritgerð Jóns, Um stjórnarmál Íslands, Ný félagsrit, XXII, 5, 1862; þarna notar hann orðið míla í merkingunni dönsk míla, 7532 metrar; 300 danskar mílur eru 1.220 sjómílur.)

Jón Valur Jensson, 19.6.2017 kl. 01:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband