Trump og trúarstríđ múslíma

Trump heimsótti höfuđríki súnní-múslíma, Sádi-Arabíu, og gerđi ţar viđskiptasamninga, sem reyndar eru sagđir mest í ţykjustunni - falsfréttir. Ađalríki shíta-múslíma er Íran.

Sádar og Íranar heyja stađgenglastríđ um völd og áhrif í ríkjum eins og Sýrlandi og Jemen. Bandaríkin styđja Sáda en Rússland Íran.

Hryđjuverkarásin í Teheran, höfuđborg Íran, sem kostađi 13 mannslíf, er skrifuđ á reikning Sáda. Ríki íslams er herská hreyfing súnní-múslíma og stendur reglulega fyrir hryđjuverkum á vesturlöndum.

Trúarlegur bakhjarl Ríkis íslam er Sádi-Arabía, trúarríkiđ ţar sem konur eru annars flokks ţegnar og opinberar aftökur eru daglegt brauđ. Íran er líka trúarríki og stundar opinberar aftökur á samkynhneigđum.

Trúarstríđ múslíma frá 1979 er međ ţeim einkennum ađ allir sjö forsetar Bandaríkjanna, ţar af ţrír demókratar (Carter, Clinton og Obama) og fjórir repúblíkanar (Reagan, Bush eldri og yngri, og Trump) styđja Sádi-Arabíu gegn Íran.

Bandaríkjaforsetar koma og fara en trúarstríđiđ heldur áfram međ sama takti.


mbl.is Segir ummćli Trump „viđbjóđsleg“
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband