Sjálfstæðisflokkurinn og sólkerfi stjórnmálanna

Síðustu kosningar skiluðu þeirri  niðurstöðu að landinu verður ekki stjórnar án Sjálfstæðisflokksins. En þrátt fyrir það nær móðurflokkur stjórnmálanna ekki þriðjungsfylgi.

Sjálfstæðisflokkurinn undir þessum kringumstæðum verður að finna samnefnara með þings og þjóðar til að halda stöðu sinni sem miðja sólkerfis stjórnmálanna.

Það felur í sér að forðast séráhugamál minnihlutahópa innan flokksins, eins og að selja áfengi í matvöruverslunum eða einkavæða heilbrigðiskerfið og þjóðarflugvöllinn.

En Sjálfstæðisflokkurinn verður líka að brjótast undan sérhyggju hagsmunahópa, t.d. ferðaþjónustunnar, sem leggst gegn einföldun skattkerfisins þar sem byrðum er jafnt dreift.

Ef vel tekst til verður Sjálfstæðisflokkurinn áfram miðja sólkerfisins, þjóðinni til heilla.


mbl.is Stendur ekki til að selja flugstöðina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband