Kaupfélögin á milli auðvalds og sósíalisma

Kaupfélögin voru sjálfsprottinn félagsrekstur sveitafólks. Það fyrsta var stofnað á meðan enn giltu lög um vistaskyldu. Enginn mátti búa án búfjár og þeir sem ekki áttu bú urðu að ráða sig í vist hjá bónda.

Þótt þilskip væru gerð út yfir sumarmánuði voru fiskveiðar að mestu bændaútgerð. Vinnuaflið fór úr sveitunum á vertíð yfir háveturinn þegar búskapurinn var í dvala.

Saga kaupfélaganna er samofin þéttbýlismyndun, ungmennafélagshreyfingunni og baráttu þjóðarinnar til sjálfstæðis. Án kaupfélaganna hefði umbylting bændasamfélagsins áratugina fyrir og eftir 1900 orðið sársaukafyllri. Kaupfélögin tryggðu að vaxandi velmegun skilaði sér heim í sveitina.

Helsti keppinautur kaupfélaganna var innlent og erlent auðvald í formi einkarekinna hlutafélaga. Miðstöð Íslandsverslunar flutti frá Kaupmannahöfn til Reykjavíkur um 1900 en kaupfélögin tryggðu að sveitirnar voru ekki afskiptar.

Banabiti kaupfélaganna var sósíalismi sem bjó til yfirstétt kommisara er fleyttu rjómann en skömmtuðu félagsmönnum skít úr hnefa.

 


mbl.is Elsta kaupfélaginu slitið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband