Frjálslyndur fasismi; stimplar hófsama sem öfgamenn

Maajid Nawaz er hófsamur múslími, jú, þeir finnast, sem vill siðbæta múslímatrú og ná henni úr höndum ofstækismanna er myrða mann og annan í nafni trúarinnar. Nawas setti saman bók með þekktum guðleysingja og frjálslyndum í þokkabót, SamHarris.

En nú bregður svo við að frjálslynd samtök í Bandaríkjunum hafa sett Nawas á lista yfir öfgamenn er berjast gegn múslímatrú (sem væntanlega er þá hin prýðilegasta í höndum herskárra múslíma). Nawas veit ekki hvaðan á sig stendur veðrið og skrifar langa grein um ofsóknir frjálslyndra gagnvart hófsömum.

Nawas er ekki sá eini sem ber sig illa undan frjálslyndum fasisma. Fjölmiðlamaðurinn Fareed Zakaria, hófsamur miðjumaður múslímskrar ættar, kvartar undan ofstopa frjálslyndra gegn frjálsri orðræðu.

Frjálslyndi fasisminn þolir aðeins eina skoðun. Frjálslyndir fasistar eru þar í sama bát og herskáir múslímar. Ef það kæmi til þess að hóparnir yrðu einir á báti er hætt við að þeir múslímsku myndu varpa frjálslyndum fyrir borð enda þola sanntrúaðir ekki frjálslyndar skoðanir eins og kynjajafnrétti, samkynhneigð, trúfrelsi og önnur vestræn mannréttindi. En frjálslyndum er ekki gefin spektin að skilja þessa hluti.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Sveinn Hálfdánarson

Sæll Páll

Eins og þú minnist á er fremur sérkennilegt að sjá samkynhneigða, femínista og öfgasinnaða múslima sameinast í einni sæng um málstað. Þetta sást nú einmitt nýlega hér í Reykjavík. En það þarf líka að gæta sín að alhæfa ekki að þessu leyti; þeir samkynhneigðu sem ég þekki hafa allan varann á. M.ö.o orðum ertu að tala um samkynhneigt Samfylkingarfólk.

Bandalag öfgasinnaðra múslíma og femínista minnir á bandalag bruggara og baptista í Suðurríkjum Bandaríkjanna. Báðir börðust gegn lögleiddri framleiðslu og sölu áfengis. - Hver er hinn sameiginlegi óvinur öfgasinnaðra múslíma og femínista?

Einar Sveinn Hálfdánarson, 31.5.2017 kl. 09:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband