Sigmundur Davíð er stjórnmálaafl

Stjórnmálaafl dregur til sín umræðuna eins og segull. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson kveikir umræðu hvort sem hann mætir á fundi eða ekki. Ef Sigmundur Davíð mætir ekki á fund er fjarvera hans mikilvægari en viðvera annarra.

Allt frá Forn-Grikkjum glíma menn við að skilgreina persónbundin stjórnmálaöfl. Í samræðunni Menón segir meistari hugtakanna, Sókrates, að engin leið sé að skilgreina Sigmunda Davíða þessa heims, nema með hugmyndinni um náðargáfu. Eðli þeirrar gáfu er að menn vinna ekki til hennar, þeir einfaldlega hafa hana.

Náðargáfa einstaklinga veldur ókyrrð og ólund í litlum sálum. Litlu sálirnar guma af því að hafa verið á fundum sem enginn vissi að hefðu verið haldnir, - nema fyrir þær sakir að Sigmundur Davíð var ekki viðstaddur.


mbl.is „Alltaf til í þann samanburð“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband