Samfylkingin og tvær rangar hugmyndir

Tvær rangar hugmyndir urðu Samfylkingunni að falli. Sú fyrri er að Samfylkingin yrði að koma sér upp auðmannabandalagi. Borgarnesræða Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur árið 2003 boðaði bandalag auðmanna og Samfylkingar. Jafnaðarmannaflokkur sem gengur auðmönnum á hönd er vitanlega eitthvað allt annað en, tja, jafnaðarmannaflokkur.

Seinni ranga hugmyndin var að Ísland ætti að verða aðildarriki Evrópusambandsins. Hugmyndin byggir tækifærismennsku annars vegar og hins vegar vankunnáttu, ef ekki réttri og sléttri heimsku.

Strandríki við Norður-Atlantshaf; Noregur, Grænland, Færeyjar og nú síðast Bretland eiga ekkert erindi í Evrópusambandið sem er félagsskapur meginlandsþjóða álfunnar. Kjánaprikin í Samfylkingu töldu sig vita betur.

Þeir sem ákváðu að Samfylkingin skyldi verða ESB-sinnaður auðmannaflokkur bera alla ábyrgðina á falli flokksins.


mbl.is „Dómur almennings liggur fyrir“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn H. Gunnarsson

Nokkuð rétt ályktað. Svo mætti líka skoða Grænubókina eða Útflutningsleið Ólafs Ragnars Grímssonar sem hann fékk marga hagfræðinga tengda Alþýðubandalaginu, en engan alýðumann til að semja. Og náði að fá hana samþykkti í stofnunum flokksins.

En þar átti að leiða og reyna að hafa sem mest samskipti við forustumenn í atvinnulífi og leiða þá yfir allar keldur og skurði, en ekki talað mikið um samskipti við verkalýðshreyfinguna.

Þorsteinn H. Gunnarsson, 26.4.2017 kl. 09:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband