Hrunið var einkaframtak

Lóðbeint samband er á milli einkavæðingar bankanna um aldamótin og hrunsins 2008. Af þessum einföldu sannindum leiðir að einkaframtakið er í kreppu.

Þjóðin treystir ekki einkaframtakinu fyrir viðkvæmum rekstri þar sem meira er í húfi en debet og kredit, s.s. bankaþjónustu, heilbrigðiskerfinu og áfengissölu. Sporin hræða.

Enginn er á móti einkaframtaki í útgerð, byggingariðnaði, sjoppurekstri, fjölmiðlun og mörgum fleiri sviðum atvinnulífsins.

En einkaframtakið setti þjóðina á hausinn fyrir níu árum. Við skulum ekki gleyma því, Bjarni.


mbl.is Of neikvæð gagnvart einkaframtaki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Það er nú fullmikið sagt að enginn sé á móti einkaframtaki í útgerð. Bæjarútgerðir skjóta alltaf annað slagið upp kollinum í tali Samfóista - og munu að andingu raungerast ef ákallið um aukinn byggðakvóta verður ofan á.

RÚV er líka áminning um að ekki allir eru fylgjandi einkaframtaki í útvarpsrekstri.

Ragnhildur Kolka, 29.3.2017 kl. 18:18

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Hinir minni spámenn einkaframtaksins eru nú ekki heldur að halda merkjum þess á lofti. Endalausar fréttir af gengdarlausu okri og svindli á grunlausum gestum landsins og misnotkun á erlendu vinnuafli eru ekki síður til að gera fólk skeptískt á einkaframtakið. Einstaklingar eru breiskir og gráðugir, Íslendingar framar öðrum sýnist mér. Mikið vill alltaf meira og það er alltaf á kostnað þeirra sem hafa minna.

Það er alveg klingjandi klárt að grunnstoðir velferðar og öryggis má aldrei einkavæða. Það er samt komið nokkuð langt og svínaríið og skandalarnir í kringum það í réttu hlutfalli.

Jón Steinar Ragnarsson, 29.3.2017 kl. 18:42

3 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Bjarna Ben finnst það kannski blóðugt að fólk sem stundar heiðvirt viðskipti skuli dæmt með hinum skemmdu eplunum. Þá er það einkaframtaksins að heimta reglur og refsingar fregar en afnám þeirra. Öðruvísi 

Einkavæðing í heilbrigðisgeiranum er bara monkeybusiness, því ríkið greiðir áfram með hverjum sjúklingi og almannatryggingar halda þessu á floti þótt einhver einstaklingur hafi fengið kennitöluna og fleyti rjómann ofanaf. Sama er um sölu fasteigna sem síðan eru leigðar aftur á uppsprengdu verði og fleir sem er meira í ætt við nepotisma og hreinræktaða spillingu en einhvert göfugt einkaframtak.

Hér í þessu litla landi er tengslanetið of þéttofið til að heilbrigð einkavæðing geti átt sér stað.

Jón Steinar Ragnarsson, 29.3.2017 kl. 18:50

4 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Öðruvísi vinna menn því ekki traust. (Átti að standa þarna í lok fyrstu málsgreinar.)

Jón Steinar Ragnarsson, 29.3.2017 kl. 18:52

5 Smámynd: FORNLEIFUR

RÚV stóð sig vel í að afhjúpa Ólaf Ólafsson hjá svikamyllu Dags. Gott að lesa greiningu þína, Jón Steinar. Græðgi sums fólks á Íslandi er enn sjúkleg.

FORNLEIFUR, 30.3.2017 kl. 06:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband