Bretland fćr fullveldiđ tilbaka: Smá-Evrópa situr eftir

Bretland tapađi fullveldi sínu hćgt en örugglega í 44 ár, eđa allt frá inngöngu í ESB 1973, sem ţá hét Efnahagsbandalag Evrópu. Í dag byrjar tveggja ára ferli úrsagnar Bretlands úr Evrópusambandinu. Bretum er fullveldiđ meira virđi en ađild ađ félagsskap međ stórveldametnađ án innistćđu.

Stćrsta einstaka ástćđan fyrir úrsögn Breta er evran, sameiginlegur gjaldmiđill Evrópusambandsins, sem tók gildi um aldamótin. Bretar stóđu utan evrunnar, sem stóđst ekki próf kreppunnar 2008 og lagđi hagkerfi Suđur-Evrópu í rúst.

Evran sýndi ađ einn gjaldmiđill fyrir mörg ţjóđríki virkar ekki nema međ algjöru afsali fullveldis til miđstýrđs stórríkis er sći um fjármál, ţ.e. skatta og fjárlög, allra ađildarríkja gjaldmiđlasvćđisins. Almenningur í Evrópu er ekki tilbúinn í Stór-Evrópu.

Í dag er 50. grein Lissabonsáttmálans virkjuđ međ viđhöfn í London og Brussel. Enginn veit hvernig Evrópusambandinu mun vegna eftir fordćmalausa úrsögn Breta. Stórveldisdraumar valdaelítunnar á meginlandi álfunnar eru í endurskođun. Sagan sýnir ađ undanhaldi stórvelda fylgja brak og brestir. Engan dreymir um Smá-Evrópu.

 


mbl.is May undirritađi úrsögnina úr ESB
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband