Endalok kratisma á Íslandi

Kratar hétu á síðustu öld Alþýðuflokkur en Samfylking frá aldamótum. Eftir útreið ríkisstjórnar undir forystu Samfylkingar 2009 til 2013 voru reynd tilbrigði eins og Viðreisn og Björt framtíð, sem eru í kreppu.

Kratar á Íslandi taka rangan pól í hæðina í stærstu málum. Alþýðuflokkurinn vildi ekki stofna lýðveldi 1944 og Samfylkingin reyndi að leggja það niður með inngöngu í Evrópusambandið.

Kratar voru alltaf veikir hér á landi. Þjóðlegir vinstrimenn í Sósíalistaflokknum og Alþýðubandalagi voru sterkari en Alþýðuflokkurinn.

Stærsta verkefni krata í Þýskalandi, Bretlandi og á Norðurlöndum, uppbygging velferðarsamfélags, var unnið á Íslandi undir forystu Sjálfstæðisflokksins með kennimarkinu ,,stétt með stétt."

Kratisminn er orðinn að neðanmálsgrein í íslenskum stjórnmálum.


mbl.is Vilja þróun á velferðartækni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Rétt verður að vera rétt. Allir flokkar á Alþingi lýstu yfir vilja á árunum 1942-1944 til að stofna lýðveldi og slíta konungssambandinu við Dani.

Ágreiningurinn var aðeins á árinu 1943 á milli "hraðskilnaðarmanna" sem vildu gera það strax 1944 og "lögskilnaðarmanna", sem vildu ræða formlega við Dani um leið og stríðinu lyki um það, að á Íslandi væri einhugur um að nýta sér uppsagnarákvæði Sambandslagasamningsins frá 1918. 

Það hefði þýtt stofnun lýðveldis í síðasta lagi 17. júní 1946. 

Ég hef hvergi séð fyrr það að neinn íslenskur stjórnmálaflokkur á þingi vilji leggja lýðveldið niður.

Því síður hvað ætti að koma í staðinn. Konungsveldi? 

Ómar Ragnarsson, 25.3.2017 kl. 20:19

2 Smámynd: Aztec

Ómar, það er ekki rétt, að lýðveldið hefði verið stofnað í síðasta lagi 1946. Dönsk yfirvöld hefðu aldrei samþykkt það að samningurinn yrði ekki framlengdur. Enn þann dag í dag eru raddir í Danmörku þess eðlis, að Íslendingar hefðu svikið Dani, meðan Danir gátu ekki rönd við reist vegna hernáms nazistanna. Ég veit þetta því að ég bjó þar í tvo áratugi. Dönsk yfirvöld höfðu jafnvel takmarkaðan skilning á því hvers vegna Íslendingar kröfðust fullrar heimastjórnar (misvísandi kallað "fullveldi") árið 1918. Svo að það sem þú skrifar, Ómar og það sem Páll skrifar er það sama, bara með öðrum orðum.

Varðandi hitt, að "Samfylkingin reyndi að leggja [lýðveldið] niður með inngöngu í Evrópusambandið" þá eru það orð að sönnu. Allir vita (en Kratar hafa ekki hátt um það) að um leið og eitthvert ríki verður meðlimur að ESB, þá missir það sjálfstæði sitt, það fær stöðulækkun niður í heimastjórnarhérað með takmarkaðar stjórnvaldsheimildir.

- Pétur D.

Aztec, 25.3.2017 kl. 22:12

3 Smámynd: Elle_

Pétur veistu ekki það kallast bara SAMEIGINLEGT FULLVELDI þegar maður kastar fullveldinu og  lýðveldinu? Hvað sem það nú þýðir. En spurðu bara Samfó.

Svo var ég alltaf sammála þessari hugsun sem þú komst með að full heimastjórn væri ekki fullveldi. Ísland hafi ekki orðið fullvalda ríki við það.  

Elle_, 25.3.2017 kl. 22:21

4 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Er þá ekki lýðveldi í Frakklandi fyrst Frakkland er í Evrópusambandinu?

Mér finnst allt í lagi að vera á móti inngöngu í ESB en mér finnst hins vegar óþarfi að hafa uppi svona kjánalegan málflutning.

Þorsteinn Siglaugsson, 25.3.2017 kl. 22:57

5 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ákvæði Sambandslaganna frá 1918 voru skýr: Eftir 25 fengu Íslendingar rétt til að segja samningnum upp og halda sína leið. Bretar og Bandaríkjamenn voru þar að auki búnir að samþykkja þetta og lýsa yfir stuðningi við það. 

Ómar Ragnarsson, 26.3.2017 kl. 00:35

6 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Hér er þetta svart á hvítu, orðrétt einróma ályktun Alþingis 16. maí 1942: 

"Alþingi ályktar að lýsa yfir því að það telur Ísland hafa öðlast rétt til fullra sambandsslita við Danmörku...  ...að af hálfu Íslands verði ekki um að ræða endurnýjun á sambandslagasáttmálanum við Danmörku....því verði ekki frestað lengur en til styrjaldarloka." 

Alþingi ályktar að lýsa yfir þeim vilja sínum að lýðveldi verði stofnað á Íslandi, jafnskjótt og sambandinu við Danmörku verður formlega slitið."

Það er ábyrgðarhluti að halda æ og aftur öðru fram en kemur fram í þessari eindregnu ályktun.   

Ómar Ragnarsson, 26.3.2017 kl. 00:50

7 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Af þessum ferli má ráða hve ógnvænleg öfund og hefnigirni hafði hlaðist upp og braust síðan út í algjörlega siðlausri ákæru á Geir Haarde. 

Helga Kristjánsdóttir, 26.3.2017 kl. 03:39

8 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Tek undir með Þorsteini. Það er kjánalegt að tala um afsal lýðveldis ef við göngum í ESB. Og það á einfaldlega að skoða kosti og galla og taka ákvörðun út frá því. Sjálfur tel ég að gallarnir  hafi vinninginn eins og sakir standa. Ég átta mig ekki alveg á færslu Helgu þó ég sé henni sammála varðandi ákæruna á Geir. Er ekki svolítið langsótt að ætla að það ferli hafi byrjað 1944 ?

Jósef Smári Ásmundsson, 26.3.2017 kl. 09:40

9 Smámynd: Jón Þórhallsson

Ef að samfylkingin og Vg myndu slíta sig frá gaypride-göngunni og öllum þeim ósiðum sem að því fylgir að þá gæti ég hugsað mér að leggjast á árarnar með JAFNAÐARMÖNNUM.

Jón Þórhallsson, 26.3.2017 kl. 10:17

10 Smámynd: Theódór Norðkvist

Menn geta kallað það sem þeir vilja, en þegar löggjafarvald þjóða er í höndunum á möppudýrum í Brüssel sem enginn kaus, þá eru þær þjóðir hvorki sjálfstæðar né fulvalda. Punktur.

Að finna upp einhver orðskrípi eins og deilt fullveldi, er til þess eins að slá ryki í augun á fólki og fela sannleikann.

Theódór Norðkvist, 26.3.2017 kl. 12:24

11 Smámynd: Elle_

Nei það er ekki kjánalegur málflutningur, Þorsteinn og Jósef. Engin þjóð innan þessa bákns getur verið fullvalda með æðstu yfirráðin í Brussel. Getur ekki kallast kjánalegt að halda öðru fram? Í það minnsta órökrétt. 

Elle_, 26.3.2017 kl. 14:00

12 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Nei Jósef minn! Pistlahöfundur rekur feril Samfó og byrjar á útreið flokksins 2009-2013.(Aðrir fjalla um samandsslit við Dani)En mér er árið 2009 svo minnisstætt.. Þá hófst frekjuferlið rangindin,undirferlið og hefnigirnin; Ingibjörg Sólrún kom ekki einu sinni vitnu fyrir stjórnendur.

Helga Kristjánsdóttir, 26.3.2017 kl. 14:41

13 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

I fyrsta lagi: Ég var að sjálfsögðu að tala um fullveldi. Lýðveldi er allt annar hlutur. Nú þegar tökum við við fyrirmælum frá Brussel gegnum EES. Við inngöngu í ESB verður harla lítil breyting nema varðandi sjávarúvegsmálin. Í dag  höfum við skyldur við ESB sem felsat í því að taka upp regluverk sambandsins en fáum í staðinn rétt til að sækja styrki . Svíþjóð er í ESB. Það er ekki lýðveldi og hefur aldrei verið en þið haldið því fram að það sé ekki fullvalda. Samt eru kosningar  rétt eins og hér og ríkisstjórnir myndaðar. Til hvers í ósköpunum? Bara upp á grínið?

Jósef Smári Ásmundsson, 26.3.2017 kl. 16:31

14 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Höfundurinn talar um lýðveldi, og að með inngöngu í ESB verði lýðveldið lagt niður. Hvað tekur þá við, konungsveldi eða hvað? Gerðist það í Frakklandi, eða er kannski Frakkland lýðveldi enn þann dag í dag?

Þorsteinn Siglaugsson, 26.3.2017 kl. 17:07

15 Smámynd: Elle_

Sækja um styrki?? Það kostar miklu meira að vera þar en nokkur aumur óþarfur styrkur og fyrir nú utan tap á fullveldi. 

Elle_, 26.3.2017 kl. 17:22

16 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Elle. Við HÖFUM fengið styrki gegnum árin frá ESB gegnum aðild að ESE. Ég ætla ekki að leggja neinn dóm á það hvað borgar sig. Ég held reyndar að það ætti að fara í ítarlega skoðun á því hvort ESE aðildin borgar sig yfir höfuð. Já Þorsteinn. Höfundur talar um lýðveldi en er það ekki bara hugtakarugl hjá honum. Fólk blandar þessum hugtökum,lýðveldi, lýðræði og fullveldi iðulega saman. En ef við eigum að komast að niðurstöðu varðandi afsal fullveldis væri hentugast að skoða eithvert land sem þegar er í sambandinu t.d. Frakkland eða Þýskaland. Þetta er ekki Bandaríki Evrópu. Ef svo væri horfði málið öðruvísi við.

Jósef Smári Ásmundsson, 26.3.2017 kl. 18:19

17 Smámynd: Hrossabrestur

Gott mál, Kratar eru úlfar undir sauðagæru og besta mál ef þeir heyra sögunni til.

Hrossabrestur, 26.3.2017 kl. 21:49

18 Smámynd: Aztec

Þorsteinn, ég var dálítið óljós í skrifum mínum. Það sem ég átti við er að með inngöngu í ESB verði lýðveldið lagt niður sem sjálfstæð eining. Ekki að það verði konungsveldi eða neitt slíkt, heldur átti ég við sjálfstætt lýðveldi, þ.e. að ríki sem eru ekki lengur fullvalda (sjálfstætt) geta ekki haldið áfram að vera sjálfstæð lýðveldi í raun. 

Hins vegar þýðir nafngiftin "lýðveldi" ein sér ekki að landið/héraðið sé fullvalda sbr. 14 af 85 héruðum í Rússlandi sem kölluð eru republics (respubliki).

Hvað varðar Frakkland, þá hefur það ekki verið sjálfstætt lýðveldi síðan þetta land varð að þýzkri hjáleigu.

Einnig rétt að hafa það hugfast, að lýðveldi þýðir engan veginn að þar sé lýðræði að finna, sem jú er allt annar handleggur. Lýðveldi er einfaldlega stjórnarfar þar sem þjóðhöfðinginn er forseti. Sá forseti getur alveg verið einræðisherra, þess vegna.

- Pétur D. 

Aztec, 29.3.2017 kl. 22:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband