Konur sem fórnarlömb

Ímyndinni um konur sem fórnarlömb er haldið á lofti þegar hallar á þær á afmörkuðum sviðum samfélagsins, t.d. í forystu sveitarfélaga. Á þeim sviðum þar sem konur eru ráðandi ríkir þögnin ein.

80 prósent kennara í grunn- og framhaldsskólum eru konur. Hvar er umræðan um þá staðreynd?

Þegar konur yfirtaka heila starfsstétt er augljóst að þær hljóta að vera nokkru færri í öðrum starfsstéttum. Þjóðin er til helminga karlar og konur.

Val fólks á starfsvettvangi ræðst af margbreytilegum ástæðum. En hún er orðin nokkuð þreytt klisjan um að konur séu fórnarlömb.


mbl.is Ekki í lagi að vera eina konan á fundum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Jónsson

Skarplega athugað Páll

Halldór Jónsson, 24.3.2017 kl. 08:56

2 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Hárrétt kæri Páll, og tek undir með Halldóri í þessu.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 24.3.2017 kl. 23:24

3 Smámynd: Elle_

Og ég tek undir með mönnunum að ofanverðu. 

Elle_, 25.3.2017 kl. 20:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband