Ríki, hagsmunir og hatur

Ríki, að ekki sé talað um stórveldi, eiga hagsmuni en ekki tilfinningar eins og hatur eða ást. Pólitík er oft innblásin slíkum tilfinningum en þegar kemur að milliríkjasamskiptum eru það hagsmunir sem ráða ferðinni.

Meint persónulegt hatur Pútín Rússlandsforseta á Hillary Clinton forsetaframbjóðanda getur ekki verið ástæða fyrir inngripum Rússa í forsetakosningarnar í Bandaríkjunum. Vel hugsanlegt er að Pútín og stjórnvöld í Moskvu hafi metið það svo að sigur Trump yrði í þágu rússneskra hagsmuna.

En ef það er svo að Rússar gerðu útslagið í kosningunum í nóvember, hvers vegna í ósköpunum þurftu þeir að hafa Trumpsigurinn svona nauman? Af hverju fékk Trump ekki rússneska kosningu?


mbl.is „Pútín hataði Clinton svo mikið“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Úlfsson

Eg er busettur i USA, les thessa grein med furdu.  Hillary tapadi ekki ut af Russum, hun tapadi vegna thess ad hun gat ekki utlistad framtid Bandarikjana, hennar mistok var ad radast a Trump, an thess ad gefa midstettar folki adstadu til ad kjosa hana.

Thetta er mjog erfitt fyrir Demokrata og PC lid a Islandi ad skilja, en thangad til thad gerist eiga Demokratar litla moguleika.  Folk kaus breytingu, og tok sjens a Trump, thratt fyrir galla hans. 

Russar hofdu engin ahrif, email fra DNC voru ekki slaem.  Ekki gleyma heldur ad Hillary hafdi allar spurningarnar i kappraedunum fyrirfram, ekki Trump, og hafdi thess vegna "unfair" forskot thar.  Engir Russar thar.

Einar Úlfsson, 22.3.2017 kl. 13:21

2 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Demókratar og aðrir glópalistar geta engan vegin sætt sig við þá staðreynd að þeir töpuðu kosningunum 8.nóvember s.l. Þeir reyna eins og rjúpan við staurinn að spyrða Trump við Pútín, vegna þess að Trump sagðist myndi vilja fara samningarleiðina að Pútín en ekki standa í sífeldum erjum og skæting í hans garð.

Hið undarlega við það sem Comey hefur látið út úr sér er að enn er verið að rannsaka tengsl Rússa við Trump, en neitar að tjá sig um það hvort verið sé að rannsaka leka, sem rekja má til leyniþjónustunnar eða FBI, til fjölmiðla sem talið er hið alvarlegasta mál og varðar við lög, gæti þýtt tíu ára fangelsisvist fyrir þann sem reyndist sekur. Þarna hefur Comey opinberað hlutdrægni sína, "Double Standard".

Ekki tala Demókratar heldur um það að Hillary sem utanríkisráðherra seldi Rússum þriðjung úraníum Bandaríkjamanna, eða þá staðreynd að Bill fór til Rússlands til að halda ræðu og í kjölfarið fengu þau greidda fúlgur fjár frá Rússum. Það virðist skipta máli hverjir það eru sem eru í sambandi við Rússa, "Double Standard".

Staðreyndin er nefnilega sú að Demókratar og aðrir glópalistar ætla sér með illu fremur en góðu að koma Trump frá og láta einskis ófreistað í þeim efnum. Mér sýnist æ ljósara að Comey er á þeirra bandi eða undir hæl þeirra og gerir hvað sem til þarf til að vernda sjálfan sig og fjölskyldu sína.

Eins og Einar bendir réttilega á þá vildu kjósendur fá breytingu í stjórnkerfið eftir átta ára óstjórn Obama, hann var að gera útaf við millistéttina. Fjörutíu og fimm miljónir manna, sem ekki höfðu vinnu eða svo litlar tekjur að þeir gátu ekki framfleytt sér og fjölskyldu sinni, voru á "Food Stamps" sem þýðir að þeir þáðu framfærslu frá ríkinu. Ef við gerum ráð fyrir því að þrír séu í heimili þá féll þessi styrkur til um 135miljóna manna en Bandaríkjamenn eru um 330milljónir. Það hlýtur að segja sína sögu um efnahagsástandið í landinu.

Kjósendur sáu von um betri framtíð með því að kjósa Trump og höfnuðu því spilltri Hillary.

Tómas Ibsen Halldórsson, 23.3.2017 kl. 11:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband