Lýðheilsa er ekki verslunarvara

Áfengi í matvöruverslanir er lýðheilsuvá. Um það eru allir sammála, jafnvel þeir þingmenn sem leggja til áfengi í matvörubúðir. Í tillögu þeirra er gert ráð fyrir átaki gegn ,,óhóflegri áfengisneyslu."

En til hvers að búa til vandann? Hvaða hagsmunum er verið að þjóna? Er ákall um það meðal almennings að áfengi verði selt með matvöru?

Samkvæmt skoðanakönnunum er meirihluti landsmanna andvígur andvígur áfengi í almennum verslunum. Fagaðilar í barnavernd og heilbrigðismálum eru eindregið á móti breytingum á núverandi sölufyrirkomulagi áfengis.

Eingöngu verslunarhagsmunir mæla með áfengi í matvörubúðir. Við eigum ekki að gera lýðheilsu að verslunarvöru.


mbl.is Vill að Alþingi hafni áfengisfrumvarpi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Sæll kæri Páll.

Hvað með hættuna af gríðarlegum fjölda veitingastaða? Þar eru hótel, fínni sem lakari veitingahús allt ofan í hamborgarastaði. Nánast allir selja þeir áfengi, að minnsta kosti bjór og léttvín.

Þessir staðir eru margfalt fleiri en þær verslanir sem eru fyrir hendi og myndu selja áfengi samkvæmt frumvarpinu.

Hvergi á þessum veitingastöðum starfa ríkisstarfsmenn, sem þó margir telja að einir hafi burði og hæfi til þess að selja áfengi til viðskiptavina?
Leysum við þetta með því aðáfengiseinokunarsala ríkisins taki yfir alla veitingasölu landsins? Þá gætum við sent alla háskólanemendurna heim úr aukavinnunni sinni og megnið af framreiðslumönnum veitingahúsanna. Gera þá kannski að ríkisstarfsmönnum?

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 23.2.2017 kl. 15:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband