Einræði fjölmiðla eða stjórnvalda

Tal um einræði í fjölræðissamfélagi eins og því bandaríska er dálítið eins og að tala um vatnsskort í miðri djúpu lauginni. Meint einræði er í raun deila um dagskrárvald í pólitískri umræðu.

Fjölmiðlar telja sig eiga dagskrárvaldið skuldlaust og vilja ákveða hvaða pólitísku álitamál eru rædd og á hvaða forsendum. Trump forseti er á öðru máli og efnir til harðrar samkeppni við fjölmiðla um dagskrárvaldið.

Vígvöllurinn þar sem forsetinn og fjölmiðlar heyja baráttu sína er samfélagsmiðlar. Ef fjölmiðlar tapa þessum slag glata þeir dagskrárvaldinu. Ef Trump tapar er hann orðinn hornreka í umræðunni.

Einn sigurvegari er þegar kominn fram: samfélagsmiðlarnir.


mbl.is Fjölmiðlar „óvinir almennings“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Snýst ekki málið miklu frekar um einræðistilburði Trumps?

Wilhelm Emilsson, 19.2.2017 kl. 05:58

2 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Fjölmiðlar í BNA hafa farið offari yfir Trump og misst trúverðugleikann, eða eins og Tom Bevan hjá (RCP) sagði: Þegar allt er orðið skandall þá er enginn skandall. 

Ragnhildur Kolka, 19.2.2017 kl. 10:09

3 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Ragnhildur, Trump lýgur stöðugt og sakar aðra um lygar. Hér er örlítið vandræðalegt dæmi af Twitter síðu hans. Hann skrifar:

The Democrats had to come up with a story as to why they lost the election, and so badly (306), so they made up a story - RUSSIA. Fake news!

Hann segist hafa fengið 306 Electoral College atkvæði. Hann fékk 304. Til hvers að vera með svona augljósar lygar? Margir hafa bent honum á villuna en hann leiðréttir hana ekki.

Wilhelm Emilsson, 20.2.2017 kl. 01:07

4 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Wilhelm, það er einmitt svona tittlingaskítur sem gerir demókrata og fréttamiðlana sem sleikja skósóla þeirra svo hlægilega. Stórmál úr því hvort kjörmennirnir voru 306 eða 304, þegar sama fólk hefur þagað þunnu hljóði vegna ummæla Obama um að hafa heimsótt 57 ríki Bandaríkjanna. Hver hugsandi maður getur séð hvor ummælin teljast fréttnæmari úr munni forseta BNA.

í báðum tilvikum er um augljós mismæli að ræða sem skipta engu máli í stóra sámhenginu. Mismunur meðferðar fréttamiðla á málunum sannar þó, svo ekki verður um villst, réttmæti ummæla Tom Bevan.

Ragnhildur Kolka, 21.2.2017 kl. 10:26

5 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Klassísk rökvilla hjá þér, Ragnhildur. Þú ferð að tala um eitthvað annað. Ef Obama segir ósatt þá er það vandamál, en við erum að tala um Trump núna.

Wilhelm Emilsson, 21.2.2017 kl. 17:36

6 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Nú ert það þú Wilhelm, sem þarft að skoða betur málflutning þinn hérna og þá er ér ekki að vísa til lagkúrunnar sem þú leggst í með því að hamra á þessum 306/304 tölum.

Ef þú lest textann sem þú settir inn máli þínu til stuðnings þá segir Trump ekkert um að hann hafi fengið 306 atkvæði. Aðeins að demókratar hafi tapað kosningunum (sem svarar 306kjörmönnum.)

Reyndar minnir mig að þótt 2 kjörmenn, sem fallið höfðu repúblikana megin, hafi ekki greitt honum atkvæði sitt þá vor það fleiri kjörmenn demókrata megin sem treystu sér ekki til að greiða Hillary sitt atkvæði. 

Ragnhildur Kolka, 21.2.2017 kl. 19:01

7 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Ragnhildur, það stendur 306 í sviga. Þú hlýtur að sjá það. Það er rétt að tveir kjörmenn greiddu honum ekki atkvæði. ERGO: hann fékk ekki þau atkvæði.

Wilhelm Emilsson, 21.2.2017 kl. 19:25

8 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Wilhelm, það er varla samboðið þér að þverskallast við að viðurkenna misstök/mis lestur þessara einföldu skilaboða. Hvernig sem þú berð höfðinu við steininn þá töpuðu demókratarnir kosningunum sem nam 306 kjörmönnum. Það er það sem þessi skilaboð segja og ekkert annað.

Ragnhildur Kolka, 21.2.2017 kl. 20:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband