Er hægt að gúggla sig til mennta?

Menntun var einu sinni að þýða latínu og grísku yfir íslensku á Bessastöðum en ensku í Oxford. Að auki lærðu nemendur ljóð utanbókar og kannski eitthvað smávegis í stærðfræði og stjarnvísindum. Með þennan grunn börðust Íslendingar til sjálfstæðis en Englendingar urðu heimsveldi.

Lýðræðisvæðing skólamenntunar á síðustu öld breytti inntaki hennar. Markmiðið var að koma sem flestum í gegnum skóla en ekki höfðu allir smekk fyrir fornmenntum og fagurbókmenntum. Sumir prjónuðu sig í gegnum skóla. Sígild menntun lét á sjá.

Eftir netvæðingu er þekkingin er hvers manns fingrum í gegnum leitarvélar eins og google. Skólakunnátta er lítils virði í samanburði.

Tvennt lærir maður þó ekki á google, sjálfsaga og sköpun. Að þýða texta á einu tungumáli yfir á annað krefst ögunar og sköpunargáfu.

Svarið við spurningunni í fyrirsögn er nei, við gúgglum okkur ekki til mennta. 


mbl.is Forstjóri Google svaraði sjö ára stúlku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband