Markaðurinn hættir blekkingu - ríkið tekur við

Jafnlaunavottun VR byggði á þeirri blekkingu að launagreiðslur væru eitthvað annað en greiðslur fyrir tiltekin störf - að kyn launþega skipti máli. VR gefst upp á blekkingunni og hættir að gefa út jafnlaunavottorð. Ríkið ætlar að yfirtaka starfsemina.

VR er markaðsaðili á vinnumarkaði; semur um kaup og kjör launþega. Kjarasamningar eru kynlausir og því þarf jafnlaunavottun að byggja á einhverju öðru til að finna kynbundinn launamun.

Upplýsingar um kynbundinn launamun eru ekki til. Aðeins eru til upplýsingar um að ólík störf gefi ólík laun - enda ganga kjarasamningar út á þá forsendu.

Velferðarráðuneytið reynir að blekkja fólk til að trúa því að upplýsingar um launamun á milli starfsgreina og starfsheita séu í raun tölfræði um launamun kynja.

Og það er einmitt velferðarráðuneytið sem mun taka yfir jafnlaunavottun sem vinnumarkaðurinn er að hætta við.

Ríkisvædd blekking er einmitt það sem við þurfum á að halda. Eða þannig.


mbl.is VR er hætt að votta laun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband