Falsfréttir, stærðfræði og góða fólkið

Laun eru fastar stærðir í krónum. Samkvæmt því ætti að vera hægt að mæla þau með stærðfræðilegri nákvæmni og fullyrða að tiltekinn hópur, bundinn við aldur, kyn eða búsetu, sé með hærri eða lægri laun en samanburðarhópur.

En þannig er það ekki. Af einhverjum ástæðum er ráðandi viðhorf að konur séu með lægri laun en karlar. Rökin fyrir þessu viðhorfi eru ,,marklausar" launakannanir stéttarfélaga, segir Einar Steingrímsson stærðfræðiprófessor.

Allar fréttir byggðar á marklausum könnunum um launamun kynjanna eru samkvæmt skilgreiningu falsfréttir. En það eru einmitt falsfréttirnar sem ráða mestu um það ríkjandi viðhorf að konur fái lægri laun en karlar.

Síðast fyrir tveim dögum reiddi þingmaður hátt til höggs: ,,Það er vitað að kynbundinn launamunur er raunverulegur". Launamun verði að ,,útrýma" enda ,,ótækt óréttlæti."

Góða fólkið sérhæfir sig í að hneykslast með falsfréttir að vopni. Í umræðunni þykist góða fólkið einatt hafa réttlætið sín megin. Meint óréttlæti er iðulega rökstutt með uppspuna.

Og hverjar verða afleiðingarnar þegar góða fólkið fær sínu framgengt? Tja, ef við ,,útrýmum óréttlæti" þar sem ekkert óréttlæti finnst þá fáum við svo sannarlega ekkert réttlæti.


mbl.is Hallar ekki bara á konur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Högni Elfar Gylfason

Á sama hátt hefur verið haldið fram að menntun sé síður metin til launa hérlendis en erlendis og í því skyni borin saman heildarlaun háskólamenntaðra hér á landi við heildarlaun verkafólks.  Til að útkoman passi við fullyrðinguna er ekki sagt frá því að ekki er skoðaður vinnustundafjöldi bakvið launin, þ.e. hvort eða hversu margar vinnustundir hvors hóps er á bakvið heildarlaunin.

Högni Elfar Gylfason, 12.2.2017 kl. 13:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband