Tvćr spurningar um falsfréttir

Ógna falsfréttir veruleikaskynjun fólks? Eđa eru falsfréttir merki um breyttan veruleika? Forstjóri Apple svarar fyrri spurningunni játandi, líkt og margir ađrir, og vill skera upp herör gegn falsfréttum. En seinni spurningin kemst nćr kjarna málsins.

Fréttir eru fyrstu drög sögunnar. Ţćr segja tíđindi dagsins og verđa síđar efniviđur sagnfrćđinga. En fréttir eru líka fyrsta uppkast framtíđarinnar. Fréttir segja ekki ađeins hvađ gerđist áđan, í gćr eđa fyrradag. Ţćr bođa ţađ sem koma skal. Skođanakannanir fyrir kosningar eru dćmi um tíđindi óorđins veruleika.

Um leiđ og fréttir eru sagđar af skođanakönnun er spáđ í ţađ sem koma skal. Meiniđ er ađ viđ vitum ekki framtíđina. Fréttir um framtíđina eru óskhyggja, nú eđa bölmóđur ef mađur er svartsýnn. Sem slíkar eru ţćr allar falsfréttir – enginn veit óorđna tíđ.

Ţađ eru ekki ađeins skođanakannanir sem spá í framtíđina. Pólitískir atburđir, Brexit og kjör Trump, leiđa til stórframleiđslu á fréttum um langtímaáhrif ţeirra. Strangt tekiđ eru ţetta allt falsfréttir.

Vćntingar fólks byggja á skynjun ţess í samtímanum og vangaveltum um framtíđina. Veruleg óánćgja blasir viđ í samtímanum. Stórir hópar fólks eru óánćgđir og vilja breytingar. Ađrir óttast breytingar, finnst ţćr ógna hagsmunum sínum.

Fréttir um framtíđina spila á vćntingar og ótta fólks um breytingar. Eftirspurn er eftir framtíđarfregnum og falsfréttir sjá um frambođiđ. Viđbrögđin viđ falsfréttum skapa nýjan pólitískan og félagslegan veruleika. Ţess vegna eru ţćr ómótstćđilegar. Veldisvöxtur falsfrétta er fyrirsjáanlegur.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband