Orðtak góða fólksins: útrýma, óréttlæti og ótækt

Góða fólkið þarf fullvissu ekki rökræðu; samstöðu en ekki umræðu; stórar yfirlýsingar en ekki málefnalega athugun. Hanna Katrín Friðriksson þingmaður Viðreisnar slær eftirfarandi fram: 

Það er vitað að kynbundinn launamunur er raunverulegur. Það er hlutverk okkar þingmanna að gera það sem við getum að útrýma því óréttlæti.

Yfirlýsingin er beint upp úr handbók góða fólksins. Við ,,vitum" en þurfum ekki að afla upplýsinga eða meta tölfræði sem liggur til grundvallar þeirri túlkun að launamunur sé á milli kynja. Umræðan er óþörf, rök skipta ekki máli: VIÐ VITUM.

Á vinnumarkaði er margvíslegur launamunur á milli hópa. Þeir eldri fá hærri laun en þeir yngri, menntun býr til launamun og búseta sömuleiðis. En nokkuð vænn hópur góða fólksins er sannfærður um að vinnumarkaðurinn í heild sitji á svikráðum við konur. Hanna Katrín er að tala til þessa hóps og kann tungutakið sem hrífur. Einhvers staðar frá verður Viðreisn að sækja fylgi.

 


mbl.is Segir ummæli ráðherra ótæk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

"Er vitað..." ?

Eru þeir þá fávitar sem verða ekki varir við neinn kynbundinn launamun?

Guðmundur Ásgeirsson, 10.2.2017 kl. 22:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband