Samfylking: pyntingar í lagi - ekki ferðabann múslíma

Sum ríki stunda pyntingar á þegnum sínum, önnur eru risastór fangelsi, t.d. Norður-Kórea, og enn önnur stunda opinberlega villimannslegar aftökur eins og Sádí-Arabía.

Samfylkingin lætur það sér í léttu rúmi liggja þegar ríkisvaldinu er beitt á miskunnarlausan hátt víða um heim til að pynta fólk, fangelsa og taka það af lífi.

En ferðabann ríkisstjórnar Bandaríkjanna á þegna sjö múslímaríkja kallar fram fordæmingu Samfylkingar. Við vitum núna hverjir njóta pólitískrar samúðar Samfylkingar.

 


mbl.is Alþingi fordæmi tilskipunina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er vegna þess að þeir telja sig guði sem hafa einhver réttindi þarna vestra.

Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 8.2.2017 kl. 11:50

2 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Clintonistar sjá ekkert athugavert hjá öðrum en Trump.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 8.2.2017 kl. 12:53

3 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Það gætu alveg verið til pillur við þessari Samfófóbíu fyrrum formanns Samfó á Seltjarnarnesi.

Jón Ingi Cæsarsson, 8.2.2017 kl. 15:36

4 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Gahttp://www.mbl.is/greinasafn/grein/696766/

gaman að googla Palla blaðamann cool

Páll Vilhjálmsson, formaður Samfylkingarfélagsins á Seltjarnarnesi og stjórnarmaður í kjördæmisráði flokksins í Suðvesturkjördæmi, segir nokkrar átakalínur vera innan flokksins, þ. á m. milli gamalla félaga Alþýðuflokksins og Alþýðubandalagsins, sem birtist til dæmis í umræðunni um Evrópu- og byggðamál. Átakalínur séu einnig milli eldri og yngri kynslóðar flokksmanna. Hann segist hafa ritað grein á sínum tíma um tvo "kúltúra" þessara flokka og að langan tíma tæki að sameina hefðir þeirra innan Samfylkingarinnar. Alþýðuflokkurinn hafi t.d. verið meiri prófkjörsflokkur en Alþýðubandalagið þunglamalegra með flokksstofnunum sem tekið hafi sig alvarlega.

Jón Ingi Cæsarsson, 8.2.2017 kl. 15:40

5 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Það væri nú huggulegra af þér, Jón Ingi, að láta dagsetningu fréttarinnar fylgja. Líklega er fréttin skrifuð um aldamótin.

Páll Vilhjálmsson, 8.2.2017 kl. 17:31

6 Smámynd: Ómar Ragnarsson

ÉG veit ekki til þess að neinir Íslendingar hafi talið sig fylgjandi því "að beita mesta mögulega harðræði", öðru nafni pyntingum, nema einn kristinn hægri mann hér á blogginu. 

Mér dettur ekki í hug að alhæfa um hægri sinnaða kristna Íslendinga út frá því. 

Ómar Ragnarsson, 8.2.2017 kl. 17:35

7 Smámynd: Hrossabrestur

Jón Ingi og aðrir Samspillingar meðlimir, Páll sá nefnilega að sér og yfirgaf Samspillinguna þessi regnhlifasamtök fólks sem vill fá að vera á opinberum spena,ekki leggja neitt til þjóðfélagsins og láta aðra hugsa fyrir sig.

Hrossabrestur, 8.2.2017 kl. 17:41

8 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Samkvæmt þessari síðustu athugasemd var Davíð Oddsson í fjóra áratugi "í hópi fólks sem vill vera á opinberum spena, ekki leggja neitt til þjóðfélagsins og láta aðra hugsa fyrir sig." 

Ég er ósammála þessari lýsingu á störfum Davíðs Oddssonar í fjóra áratugi af ævi hans. 

Ómar Ragnarsson, 8.2.2017 kl. 20:01

9 Smámynd: Hrossabrestur

Ef þú vissir það ekki Ómar þá var Davíð Oddson í Sjálfstæðisflokknum en ekki Samspillingunni. 

Hrossabrestur, 8.2.2017 kl. 20:38

10 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Það er mikil munur á starfsemi t.d. Daviðs Oddsonar og núverandi borgarstjóra Dagur B. enda var og er Davíð í Sjallanum en Dagur í Samfó sem aldrei gerir neitt en sýgur bara opinbera spena.

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 9.2.2017 kl. 15:11

11 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Er forseti Bandaríkjana ekki tala fyrir að beita pyndingum aftur. Hann hefur haldið ræður um að taka uppvatnspyndingar aftur. Finnst það bara sjálfsagt mál að hálf drekkja múslimum til að brjóta þá niður. Bandaríkin hafa geymt fólk í stórum hópum í leynifangelsum og pyntað. Sé ekki alveg hvað er verið að fara hér. Hvaða lönd hafa vinstri menn neitað að fordæma sem stunda pyndingar?

Magnús Helgi Björgvinsson, 9.2.2017 kl. 15:34

12 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Waterboarding eru ekki pyntingar.

Samfó fólk áauðvitað að læðast með veggjum, Össur Skarphéðinsson lagði blessun sína yfir að sprengja Lýbíu í loft upp, so to speak, en gat stöðvað aspremgjuárásirnar á NATO fundi, af því að meðlimir hafa neitunarvald.

Samfó fólk ætti að líta sér nærri áður en þau fara tjá sig um stríðsrekstur.

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 9.2.2017 kl. 15:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband