Vinsælll fasisti í vondum heimi

Trump er vinsæll, annars væri hann ekki forseti. Fleiri Bandaríkjamenn styðja múslímabannið en eru á móti. Vinstriútgáfan Guardian birtir grein sem útskýrir vinsældir Trump.

Samkvæmt greininni er Trump vinsæll vegna þess að hann talar fyrir milljónir Bandaríkjamanna sem urðu útundan í alþjóðavæðingu síðustu áratuga. Elítan fitnaði eins og púkinn á fjósabitanum en almenningur var skilinn eftir í skítalífi lágra launa og eiturlyfja.

Styrmir Gunnarsson rekur samhengi uppreisnarinnar sem Trump leiðir og vísar í bandaríska stjórnmálaumræðu liðinna ára. Borðið var dekkað fyrir mann eins og Trump.

Andstæðingar Trump í elítunni og á fjölmiðlum reita hár sitt í örvæntingu yfir vinsældum forsetans. Nærtækara væri að grafast fyrir um ástæður vinsældanna. En það er miklu einfaldara að sýna Bandaríkjaforseta afhöfða Frelsisstyttuna.


mbl.is Trump með höfuð Frelsisstyttunnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Íslendingar ættu að skoða það sem er að gerast í þeirra nágrenni.

Það hlýtur að koma að því að fólk segir hingað og ekki lengra, eins og er að gerast hér í USA. Fólk er búið að fá alveg nóg af elítunni og óreiðu innflutning smála. Ungt fólk útskrifast úr dyrum háskólum en fá enga vinnu og verða að flytja inn á hótel mömmu eftir útskriftarathöfnina.

Ástæða vinsælda Trump's er að hann er að taka á málunum og elítan veitir mótspyrnu eins og þeir geta.

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 5.2.2017 kl. 16:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband