Einkasjúkrahús er pilsfaldakapítalismi

Einkasjúkrahús er fjármagnað úr ríkissjóði sem kaupir þjónustuna og borgar eigendum sjúkrahússins arð.

Pilsfaldakapítalismi af þessu tagi, þar sem einstaklingar nota þjónustu einkafyrirtækis en ríkið borgar, er uppskrift að spillingu og mismunun.

Einkasjúkrahús eru rekin til að skapa eigendum sínum arð úr ríkissjóði. Áróður um fjölbreytni er aðeins til að slá ryki í augu fólks.


mbl.is „Ekki neitt annað en einkarekið sjúkrahús“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Leitt að sjá þig taka hér undir með forstjóra Landspítalans, sem fer fram á einokun á sjúklingum, læknum, heilbrigðisstarfsmönnum og botnlausum vasa ríkisins. 

Samningarnir sem gerðir voru við lækna fyrir tveimur árum (og hleyptu öllu í bál og brand) dugðu ekki til að fylla í stöðurnar sem lausar voru, því læknum huggnast ekki að koma í þetta nútíma þrælahald sem boðið er hér upp á. Ég þekki nokkra sem segjast aldrei koma inn í þetta kerfi aftur. Engu að síður krefst forstjórinn þess að annað hvort vinni læknar hjá honum eða þeir haldi sig frá landinu. 

Nú hefur verið upplýst að samkvæmt lögum geta sjúklingar sem beðið hafa ákveðinn tíma eftir bót sinna mála sótt þá þjónustu til annarra landa. SÍ samþykkir greiðslur fyrir þessa þjónustu og stofnunin (sem samið var við) útivistar verkinu áfram. Til Íslands (Klíníkinnar) ef svo ber undir. Fáránleiki þessa er slíkur að maður undrast að nokkur heilvita maður taki undir þetta. 

Þó fyrirgefur maður vinstrivitleysingjunum, því þeir vita ekki hvað þeir gera. En þú Páll! Neei....

Ragnhildur Kolka, 2.2.2017 kl. 14:56

2 Smámynd: Jónas Ómar Snorrason

Nú er ég fullkomlega sammála þér Pálllaughing 

Jónas Ómar Snorrason, 2.2.2017 kl. 15:59

3 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Það vantar augljóslega samkeppni þarna: annað privatsjúkrahús, sem tekur við *lægri* greiðzlu fyrir sama verk.

Þessir hafa ljóslega séð færi.  Annars væru þeir ekki þarna.

Ásgrímur Hartmannsson, 2.2.2017 kl. 16:47

4 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Hér er slengt fram býsna miklum alhæfingum.

Höfundur virðist álíta mest allt heilbrigðiskerfi landa eins og Kanada "uppskrift að spillingu og mismunun".

Sama gildir reyndar um flest heilbrigðiskerfi í Evrópu, enda afar mörg þeirra með einkarekstur í bland við ríkisrekstur, þó að það sé ekki í sama mæli og í Kanada.

Flest ef ekki öll þau heilbrigðiskerfi sem best þykja í heiminum byggja einkarekstri samhliðar opinberum.

G. Tómas Gunnarsson, 2.2.2017 kl. 17:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband