Trump-múrinn byrjaði í Evrópu

Byrjað var að reisa girðingar í Evrópu til að hamla för flóttamanna frá Norður-Afríku, miðausturlöndum og Asíu. Sumir flóttamenn flúðu heimkynni sín vegna stríðsátaka en aðrir í von um betri lífskjör á vesturlöndum.

Evrópa var í fyrstu jákvæð gagnvart flóttamönnum en varð síðar óttasleginn yfir fjölda flóttamanna annars vegar og hins vegar vantrú á að flóttamenn myndu aðlagast vestrænum lífsháttum.

Girðingar voru reistar á Balkanskaga og Ungverjalandi. Einstök ESB-ríki ákváðu í framhaldi að auka landamæragæslu til að takmarka straum flóttamanna. Trump forseti kemur í kjölfarið og takmarkar möguleika flóttafólks að koma til Bandaríkjanna - eins og hann lofaði að gera í kosningabaráttunni.

 


mbl.is ESB hefur ekki efni á að gagnrýna Trump
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Það er slæmt að sjá ráðherrana hér á harðahlaupum eftir vinstrivitleysunni. Bandaríkin eru fullvalda ríki og ráða sínum landamærum sjálfir. Rörsýnin gerir hins vegar að verkum að menn hér sjá ekki heildarmyndina. Íslenskir ráðamenn hlupu eftir samþykktum ESB og við enduðum með innflutningsbann Rússa. Hvert leiðir þetta okkur?

Ragnhildur Kolka, 31.1.2017 kl. 11:52

2 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Þegar við ökum á milli landa í Evrópu eru allsstaðar girðingar, hlið og eftirlit.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 31.1.2017 kl. 14:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband