Trausti jarðar RÚV-hlýnun

RÚV boðar ragnarök vegna hlýnunar jarðar. Pólitískar, efnahagslegar og félagslegar hamfarir munu ríða yfir segir í frétt RÚV. Fréttamaður fær sér fótabað í ísköldum sjónum og lætur eins og hann sé á suðrænni sólarströnd en ekki á flotbryggju við Ísland í janúar.

Í inngangi fréttarinnar segir: ,,Hitastig á Íslandi hefur hækkað um þrjár og hálfa gráðu á síðustu hundrað árum, sem er tvöfalt meira en annars staðar í heiminum." Til að auka dramatíkina bætir fréttamaður við að sjórinn við Ísland hafi hlýnað um fimm gráður á 20 árum.

Trausti Jónsson veðurfræðingur gerir fréttina að umtalsefni. Hann bendir á að hægt er að leika sér með tölur og fá ólíka niðurstöðu. En slíkir talnaleikir séu markleysa - ,,eru einskis virði."

Um fótabað fréttamanns RÚV í sjónum sem hlýnaði um fimm gráður á 20 árum segir Trausti: ,,Að vera að reikna leitni [þ.e. hlýnun] fyrir styttri tíma en 30 ár er reyndar alveg glórulaust."

Markmið RÚV kemur fram í lok fréttarinnar. Ef við aukum ekki ,,skilning" okkar á hlýnun jarðar er tvísýnt hvort mannkynið lifi af. Frétt RÚV er falsfrétt með sérvöldum staðreyndum til að þjóna hræðsluáróðri.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Trausti fjallar um gildi þess að horfa á heildarmyndina í stað þess að elta einstök atriði innan hennar og birtir graf, sem hann segist hafa sýnt margsinnis og gefur ljóslega til kynna hlýnun loftslagsins síðan jöklar voru hvað stærstir hér á landi. 

Hann "jarðar" ekki kenninguna um hlýnunina heldur þvert á móti. 

Ómar Ragnarsson, 26.1.2017 kl. 08:19

2 Smámynd: Hólmgeir Guðmundsson

Hann jarðar nokkuð tryggilega fréttina um 3,5 gráðu hækkun á 100 árum.

Hólmgeir Guðmundsson, 26.1.2017 kl. 17:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband