ESB finnur nýjan óvin í Trump, Pútín kominn í frí

Pútín Rússlandsforseti er kominn í frí sem helsti óvinur Evrópusambandsins. Í hans stað er Donald Trump Bandaríkjaforseti orðinn andstæðingur númer eitt. Leiðandi fjölmiðar í stórum ESB-ríkjum, t.d. Spiegel í Þýskalandi, segja herfræði Trump að deila og drottna.

Trump kyndir undir andúð Breta á ESB, etur öðrum ESB-ríkjum gegn Þjóðverjum, hægriflokkum á móti ráðandi stjórnmálaöflum í sambandinu og þýsku þjóðinni gegn Merkel kanslara.

Markmið Trump, segir Spiegel, er að sigra Evrópusambandið í viðskiptastríði þar sem hagsmunir stórfyrirtækja í Bandaríkjunum og Evrópu eru í húfi.

Svar ESB-ríkja er að hvetja til ,,evrópskrar samheldni" sem er orðalag fyrir sterkara Evrópusamband.

Á íslensku er sagt óráðlegt að skipta um hest í miðri á. Að skipta um óvin í miðri orrahríð um tilvist ríkjasambands er heldur síðra.


mbl.is Samheldni Evrópubúa besta svarið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Þó ekki sé ég sérstakur stuðningsmaður Trump, verður að viðurkenna að hann segir einungis sannleikann um ESB. Engar hótanir felast í hans ummælum, ekkert sem hann segir ber merki þess að hann sé að etja þjóðum saman. Það sér ESB sjálft um, innan eigin ríkja og utan.

Hins vegar kemur ekki á óvart að forsvarsmenn ESB nýti þessi orð Trumps til að etja til "evrópskrar samheldni". Hvert áfall sem á ESB dynur er nýtt til þess boðskapar. Og það er einmitt sú stefna sem er grafa undan ESB!

Almenningur vill ekki meiri "evrópska samheldni" sem er jú einungis önnur orð yfir Stór-evrópskt ríki, var eitt sinn kallað Þriðja ríkið!!

Gunnar Heiðarsson, 17.1.2017 kl. 08:46

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Heyr,heyr.

Helga Kristjánsdóttir, 17.1.2017 kl. 08:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband