Sovétríkin, Rússland og mistök Nató-ríkja

Sovétríkin voru frá stofnun 1922 til endaloka 1991 útþensluríki. Með kommúnisma sem hugmyndafræði stunduðu Sovétríkin áróður fyrir breyttu þjóðskipulagi í öllum ríkjum heims.

Kommúnistaflokkar í Evrópu og öðrum heimsálfum voru sjálfkrafa bandamenn Sovétríkjanna. Vestrænar þjóðir höfðu ríka ástæðu að óttast vofu kommúnismans. Á millistríðsárunum risu upp sterkir kommúnistaflokkar í Þýskalandi, Frakklandi og Ítalíu. Eftir seinna stríð stjórnuðu kommúnistar öllum ríkjum Austur-Evrópu með Sovétríkin sem bakhjarl. Varsjárbandalagið stóð grátt fyrir járnum andspænis Nató, hernarðarbandalagi vestrænna ríkja.

En Sovétríkin liðuðust í sundur 1991 og Varsjárbandalagið fór sömu leið. Með endalokum Sovétríkjanna hvarf kommúnisminn sem hugmyndafræði í alþjóðasamskiptum. Vestrænum ríkjum stendur engin ógn af ágengum valkosti við viðurkennt þjóðskipulag.

Rússland, öflugasta ríki Sovétríkjanna, varð óreiðu að bráð eftir fall kommúnismans. Rússar náðu tökum á sinum málum um og upp úr aldamótunum. Á meðan Rússland var veikt nýttu fyrrum bandamenn þeirra sér tækifærið og skiptu um lið, fóru úr Varsjárbandalaginu yfir í hernaðarbandandalag vestrænna ríkja, Nató.

Rússar kvörtuðu undan ágengni vestrænna ríkja sem í gegnum Evrópusambandið og Nató þrengdu að öryggishagsmunum Rússlands. Nató herstöðvar eru á öllum vesturlandamærum Rússlands.

Rússar máttu þola innrásir frá vestrænum ríkjum tvær síðustu aldir, frá Frökkum á 19. öld og Þjóðverjum á þeirri tuttugustu. Þeim er ekki um það gefið að vera umkringdir vestrænum herjum. Þegar Nató, Bandaríkin og Evrópusambandið gerðu valdatilkall til Úkraínu fyrir tveim árum brugðust Rússar við og komu í veg fyrir að Úkraína, sem var hluti Sovétríkjann, yrði enn eitt Nató-landið.

Í framhaldi settu Nató-ríkin viðskiptabann á Rússland.

Samantekið og rökrétt niðurstaða: Vestrænum ríkjum stendur ekki ógn af Rússlandi. Samskipti við Rússa ættu að byggja gagnkvæmri virðingu fyrir öryggishagsmunum.

 

 

 


mbl.is Refsiaðgerðum mögulega aflétt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vandamálið er, að Rússlandi stafar ógn af Evrópu og vissum þáttum Bandaríkjanna.

Evrópa eru gersamlega olíulaus.  Þjóðverjar töpuðu síðari heimstyrjöldinni, vegna þessa ... en Evrópa á ekki nema 2% af þeirr olíu, sem þeir sjálfir nota.  Gas, járn, kol, og REM eru hlutir sem Evrópa er í gífurlegri "þroti" á.

Rússland, er ríkt af þessu ... og það er þessi staðreynd, sem liggur að baki að NATÓ ógnar Rússlandi.  Sama ástæða liggur að baki breittum hug Bandaríkjamanna, í sambandi við Suður Kínahaf.  Bandaríkjamenn skrifuðu sjálfir, ásamt Rússum, samning þess efnis ... að Kínverjar ættu þetta svæði.  En ganga að baki orða sinna nú ...

Vegna ríkasta olíu fundar veraldarsögunnar, í suður Kínahafi.  Sem að sjálfsögðu er einnig ástæðan fyrir því að Kína, vill ekki sleppa tökunum á því.

NATÒ, hefur lagt öll mið-austurlönd í Rúst ... skapað óhuggulegustu kringumstæður sem maður getur ímyndað sér, vegna græðgi í olíu mið-austurlanda.

Rússar hafa fulla ástæðu til að fara í stríð við Evrópu.

Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 14.1.2017 kl. 10:50

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Við erum villimennirnir í þessari sögu. Við erum ógnin við heimsfriðinn. Við höfum sett miðausturlönd í rjúkandi rúst og drepið milljónir saklausra borgara undanfarna tvo áratugi.

Við huggum okkur svo við að við líknum fornarlömbunum, sem eru flóttafólk rifið upp með rótum í helför okkar til að færa heiminum lýðræðið óumbeðið.

Vitfirringar 20. aldar eru hjóm eitt við hlið vestrænnar heimsvaldastefnu og valdagræðgi.

Aldrei er minnst á orsakir flóttamannavandans og hver fjármagnar og rekur það holocaust. Við fögnum því þó að fá tækifæri til sjálfshelgunnar með að reisa flóttamannabúðir fyrir fórnarlömb eigin gjörða. Hræsnin er himinhrópandi. 

Hvernig væri að fara að horfast í augu við orsakirnar, líta í eigin barm og kannast við þá staðreynd að það er okkar barbarismi sem er vandinn og ekkert magn af flóttamönnum í limbói gistigettóa læknar þá staðreynd. Engir statusar sjálfhelgaðra mannúðardýrlinga á facebook, sem úthella hræsninni úr sófanum heima breita því að þeir og við öll erum djöflarnir,msökudólgarnir og svínin.

Jón Steinar Ragnarsson, 14.1.2017 kl. 12:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband